Viðskipti innlent

SA kom ekki ná­lægt samningum við verk­fræðinga

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að villandi málflutningur sé ekki til þess fallinn að einfalda kjaradeiluna við SFF.
Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að villandi málflutningur sé ekki til þess fallinn að einfalda kjaradeiluna við SFF. Stöð 2/Egill

Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að SA hafi ekki á nokkurn hátt komið að kjarasamningnum sem Verkfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag byggingarfræðinga og Stéttarfélag tölvunarfræðinga gerðu í desember við FRV, félag ráðgjafarverkræðinga.

Sá samningur var svipaður þeim sem gerðir hafa verið undanfarið á almenna markaðnum, að því undanskildu að ekkert launaþak er þar að finna, en í öðrum samningum hefur verið sett launaþak þannig að launahækkun getur aldrei orðið meiri en 66 þúsund krónur á mánuði.

Morgunblaðið fjallaði um samninginn í morgun og ræddi við Ara Skúlason formann Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja sem nú standa í kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins. SFF hafnaði nýjasta tilboði SA í gær, meðal annars á þeim forsendum að í því tilboði er launaþak líkt í öðrum samningum sem SA hefur gert að undanförnu. Ari segir í samtali við Morgunblaðið í morgun að það sé krafa starfsmanna í fjármálafyrirtækjum að semja á líkum nótum og verkfræðingarnir gerðu á dögunum.

Halldór Benjamín segir hinsvegar í samtali við fréttastofu að verið sé að ýja að því að SA séu búin að brjóta regluna um 66 þúsund króna hámarkshækkun sem sé af og frá. Hann segir að Samtök starfsmanna í fjármálafyrirtækjum viti fullvel að SA hafi ekki komið að samingagerðinni í desember og að samtökin fari ekki með samningsumboð fyrir þau félög sem um ræðir. Því sé um villandi framsetingu að ræða hjá formanni SFF, sem sé ekki til þess fallin að einfalda kjaradeilu SA við SFF. 


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×