Viðskipti innlent

Slökkt á skiltinu um­deilda á meðan málið er skoðað

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Búið er að slökkva á skiltinu.
Búið er að slökkva á skiltinu. Vísir/Kristín

Orkan, rekstraraðili 10-11, hefur slökkt á umdeildu skiltu verslunarkeðjunnar á gafli Austurstrætis 17 í miðborg Reykjavíkur, á meðan næstu skref eru til skoðunar.

Þetta staðfestir Brynja Guðjónssdóttir, markaðsstjóri Orkunnar í samtali við fréttastofu.

Greint var frá því í morgun að embætti skipulagsfulltrúa Reykjavíkur hafi tekið neitkvætt í leyfisveitingu fyrir skiltinu.

Það sé metið of stórt miðað við skiltaleiðbeiningar borgarinnar, auk þess að það falli ekki vel að umhverfi sínu og valdi nágrönnum miklum ama. Kvartanir hafi meðal annars borist vegna ljósmengunar frá skiltinu.

Verslunin hefur um árabil verið með skilti á gaflinum, en í umsögninni kemur fram að á sínum tíma hafi ekki verið sótt um byggingarleyfi fyrir skiltinu. Nú hafi gamla skiltinu verið skipt úr fyrir mun stærra skilti, 32 fermetra að stærð, en um er að ræða svokallað led-skilti. Ekki hafi verið sótt um leyfi að þessu sinni heldur

Búið er að slökkva á skiltinu umdeilda eins og fréttastofa gat sannreynt þegar hún fór á vettvang nú síðdegis.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×