Innherji

Ó­víst með skráningu Arctic Adventures eftir kaup fjár­festa á nærri helmings­hlut

Hörður Ægisson skrifar
Jón Þór Gunnarsson var forstjóri Arctic Adventures fram til ársins 2019 og fer í dag með um 9 prósenta hlut í félaginu. Hann fór fyrir fjárfestahópnum sem er núna að kaupa yfir 40 prósenta hlut í ferðaþjónustufyrirtækinu.
Jón Þór Gunnarsson var forstjóri Arctic Adventures fram til ársins 2019 og fer í dag með um 9 prósenta hlut í félaginu. Hann fór fyrir fjárfestahópnum sem er núna að kaupa yfir 40 prósenta hlut í ferðaþjónustufyrirtækinu.

Hópur fjárfesta, leiddur af fyrrverandi forstjóra Arctic Adventures, er að kaupa rúmlega 40 prósenta hlut í íslenska ferðaþjónustufyrirtækinu eftir að hafa nýtt sér forkaupsrétt og gengið inn í tilboð sem fjárfestingafélagið PT Capital frá Alaska gerði í byrjun desember. Kaupsamkomulagið er með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar en ólíklegt þykir, samkvæmt heimildum Innherja, að boðuð skráning Arctic Adventures á hlutabréfamarkað síðar á árinu verði að veruleika með þeim breytingum sem nú verða á hluthafahópnum.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×