Viðskipti innlent

„Maður er af­­klæddur í for­­stofunni“

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Pétur Halldórsson hefur verið fastagestur á Lauga-ási undanfarin ár.
Pétur Halldórsson hefur verið fastagestur á Lauga-ási undanfarin ár. Stöð 2

Þorláksmessa og skötulykt leggur yfir landið að venju, mörgum til ama en ekki þeim sem biðu í röð eftir því að fá að bragða á ilmandi skötunni á Lauga-ás. Í síðasta sinn þar sem staðnum verður formlega lokað eftir daginn í dag.

Hvernig var skatan?

„Alveg æðisleg eins og alltaf. Þetta hefur aldrei klikkað,“ sagði Gunnar Jóhannesson, fastagestur á Laugaási.

Kjartan Már Friðsteinsson segist í tuttugu ár hafa komið árlega í skötuna. „Ég hef komið hingað ár hvert og þetta klikkar aldrei.“

Er ekkert kvartað undan lyktinni heima?

„Jú maður er afklæddur í forstofunni og fær ekki að fara lengra inn í fötunum,“ sagði Pétur Halldórsson.

Allir segjast þeir munu sakna staðarins.

Safna fyrir hjartveikum börnum

„Við förum bara heim til hans [eigandans]. Þeir sleppa ekkert við okkur.“

Feðgarnir eru þó ekki alveg hættir því eftir áramót ætla þeir að kveðja staðinn með stæl og halda góðgerðakvöld til stuðnings hjartveikum börnum.

„Kassakerfið verður tekið í burtu og þau koma með sinn posa og allt sem verður selt er þeirra og eigum við ekki bara að ná upp í tíu milljónir? Fá þjóðina með okkur,“ segir Guðmundur Kr. Ragnarsson, matreiðslumaður.

Já fjórða til tíunda janúar en síðan verður slíkt hið sama gert fyrir langveik börn.

Hvað stendur upp úr eftir öll þessi ár?

„Ég veit það ekki, allt saman. Elskulegir kúnnar og vinirnir sem maður hefur eignast. Það liggur við að maður tárist,“ sagði Ragnar Guðmundsson, eigandi Laugaáss.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×