Paddy's fær að heita Paddy's Árni Sæberg skrifar 22. desember 2022 18:31 Héraðsdómur Reykjaness hefur gefið grænt ljós á notkun nafnsins Paddy's. Vísir/Vilhelm/Samsett Barinn Paddy's beach pub í Keflavík þarf ekki að hætta notkun nafnsins Paddy's. Eigandi hins sáluga Paddy's irish pub, sem rekinn var í sama húsnæði, höfðaði dómsmál til að krefjast þess að notkun nafnsins yrði hætt. Málsatvik voru þau írski barinn Paddy's irish pub var rekinn á Hafnargötu 38 í Keflavík á árunum 2009 til loka árs 2014 eða byrjunar 2015. Eftir að staðnum var lokað opnaði annar veitingamaður íþróttabarinn Paddy's beach pub í sama húsnæði. Húsnæðið keypti nýji eigandinn af Þróunarsjóði Reykjanesbæjar eftir að sá fyrri fór í þrot. Áður en bú eiganda fyrri staðarins fór í þrot höfðu málsaðilar rætt um sölu á rekstri Paddy's irish pub. Þá keypti eigandi Paddy's beach pub allt innbú úr þrotabúi fyrri staðarins. Sótti um skráningu myndmerkis Eigandi Paddy's irish pub sótti um og fékk samþykkt skráningu orð- og myndmerkisins PADDYS IRISH PUB KEFLAVÍK hjá Einkaleyfastofu, sem nú heitir Hugverkastofa. Þetta er hið umþrætta orð- og myndmerki.Hugverkastofa Í dómi Héraðsdóms Reykjaness er merkinu lýst á eftirfarandi hátt: teikning af grænklæddum álfi, með rautt hár og rautt skegg og grænan hatt sem fjögurra blaða smári stendur upp úr. Í annarri hendi heldur álfurinn á ölkrús og í hinni heldur hann á skilti sem á er letrað PADDYS IRISH PUB KEFLAVÍK með ógreinilegum hástöfum. Með vísan til skráningar þessa orð- og myndmerkis taldi eigandinn að eigandi íþróttabarsins mætti ekki nota heitið Paddy's. Eigandi Paddy's beach pub vísaði aftur á móti til þess að merkið hafi aldrei verið tekið til notkunar og því fallið úr gildi. Hjá Hugverkastofu liggur fyrir krafa hans um niðurfellingu skráningar merkisins. Það er í bið vegna reksturs dómsmálsins. Eina líkingin „Paddy's“ og „pub“ Í niðurstöðukafla dómsins er merki Paddy's beach pub lýst. „Samkvæmt framlögðum gögnum er um að ræða bleikan ferhyrning sem orðið PADDY'S er letrað á í bláum lit með sérkennandi letri í lágstöfum og undir það orðin BEACH PUB í grænbláum lit með hefðbundnu letri í hástöfum. Á hinum bleika ferhyrnda grunni aftan viðorðið PADDY'S mótar fyrir pálmatré, konu að leika blak og fleiri ógreinilegum myndum í örlítið dekkri bleikum lit. Þá er einnig í löngu máli farið yfir útlit staðarins í heild. Mat dómsins er að engin líkindi séu með merki Paddy's beach pub og skráða merki Paddy's irish pub. Eina líkingin sem sé með umræddum táknum sé að þau innihalda öll orðin „paddy's“ ýmist með eða án úrfellingarmerkis og „pub“. Að mati dómsins uppfylla þessi orð í skráðu vörumerki, hvorki saman né hvert fyrir sig, kröfur laga um vörumerki til skráningar í vörumerkjaskrá enda hafi þau ekki til að bera nægjanlegt sérkenni í tengslum við þá þjónustu sem þau eru skráð fyrir og gefa tegund hennar afdráttarlaust til kynna. Með vísan til þess, meðal annars, var það mat dómsins að notkun heitisins Paddy's og merkinga á húsnæðinu feli ekki í sér brot á vörumerkjarétti. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér. Dómsmál Reykjanesbær Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Málsatvik voru þau írski barinn Paddy's irish pub var rekinn á Hafnargötu 38 í Keflavík á árunum 2009 til loka árs 2014 eða byrjunar 2015. Eftir að staðnum var lokað opnaði annar veitingamaður íþróttabarinn Paddy's beach pub í sama húsnæði. Húsnæðið keypti nýji eigandinn af Þróunarsjóði Reykjanesbæjar eftir að sá fyrri fór í þrot. Áður en bú eiganda fyrri staðarins fór í þrot höfðu málsaðilar rætt um sölu á rekstri Paddy's irish pub. Þá keypti eigandi Paddy's beach pub allt innbú úr þrotabúi fyrri staðarins. Sótti um skráningu myndmerkis Eigandi Paddy's irish pub sótti um og fékk samþykkt skráningu orð- og myndmerkisins PADDYS IRISH PUB KEFLAVÍK hjá Einkaleyfastofu, sem nú heitir Hugverkastofa. Þetta er hið umþrætta orð- og myndmerki.Hugverkastofa Í dómi Héraðsdóms Reykjaness er merkinu lýst á eftirfarandi hátt: teikning af grænklæddum álfi, með rautt hár og rautt skegg og grænan hatt sem fjögurra blaða smári stendur upp úr. Í annarri hendi heldur álfurinn á ölkrús og í hinni heldur hann á skilti sem á er letrað PADDYS IRISH PUB KEFLAVÍK með ógreinilegum hástöfum. Með vísan til skráningar þessa orð- og myndmerkis taldi eigandinn að eigandi íþróttabarsins mætti ekki nota heitið Paddy's. Eigandi Paddy's beach pub vísaði aftur á móti til þess að merkið hafi aldrei verið tekið til notkunar og því fallið úr gildi. Hjá Hugverkastofu liggur fyrir krafa hans um niðurfellingu skráningar merkisins. Það er í bið vegna reksturs dómsmálsins. Eina líkingin „Paddy's“ og „pub“ Í niðurstöðukafla dómsins er merki Paddy's beach pub lýst. „Samkvæmt framlögðum gögnum er um að ræða bleikan ferhyrning sem orðið PADDY'S er letrað á í bláum lit með sérkennandi letri í lágstöfum og undir það orðin BEACH PUB í grænbláum lit með hefðbundnu letri í hástöfum. Á hinum bleika ferhyrnda grunni aftan viðorðið PADDY'S mótar fyrir pálmatré, konu að leika blak og fleiri ógreinilegum myndum í örlítið dekkri bleikum lit. Þá er einnig í löngu máli farið yfir útlit staðarins í heild. Mat dómsins er að engin líkindi séu með merki Paddy's beach pub og skráða merki Paddy's irish pub. Eina líkingin sem sé með umræddum táknum sé að þau innihalda öll orðin „paddy's“ ýmist með eða án úrfellingarmerkis og „pub“. Að mati dómsins uppfylla þessi orð í skráðu vörumerki, hvorki saman né hvert fyrir sig, kröfur laga um vörumerki til skráningar í vörumerkjaskrá enda hafi þau ekki til að bera nægjanlegt sérkenni í tengslum við þá þjónustu sem þau eru skráð fyrir og gefa tegund hennar afdráttarlaust til kynna. Með vísan til þess, meðal annars, var það mat dómsins að notkun heitisins Paddy's og merkinga á húsnæðinu feli ekki í sér brot á vörumerkjarétti. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér.
Dómsmál Reykjanesbær Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira