Wall Street Journal greinir frá fjármagnsleit Musk og hefur eftir hluthafa Twitter að stærri hluthöfum hafi verið boðið að kaupa fleiri hluti í vikunni.
Musk seldi í vikunni hlutabréf í Teslu að andvirði 3,5 milljarða dollara. Samtals seldi hann um 22 milljón hluti í rafbílafyrirtækinu á þriggja daga tímabili í vikunni til að fjármagna kaupin á Twitter.
Twitter-yfirtaka Musk hefur vægast sagt farið brösulega af stað. Í síðasta mánuði tilkynnti Musk að Twitter hafi orðið fyrir töluverðum tekjumissi og að félagið væri að tapa um fjórum milljónum dollara á dag. Síðar gaf hann í skyn að samfélagsmiðillinn væri á barmi gjaldþrots.
Hluthafi segir í samtali við Wall Street Journal að stærri hluthafar lægju nú undir feldi en margir setja spurningamerki við stjórnarhætti Musk. Í síðasta mánuði lýsti Musk því yfir að hann hefði í hyggju að finna annan til að stýra fyrirtækinu.