Viðskipti innlent

Kaup­máttar­minnkun á milli ára á þriðja árs­fjórðungi

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Hagstofan gaf í fyrsta sinn út bráðabirgðartölfræði yfir ráðstöfunartekjur heimila í fyrra.
Hagstofan gaf í fyrsta sinn út bráðabirgðartölfræði yfir ráðstöfunartekjur heimila í fyrra. Vísir/Hanna Andrésdóttir

Bráðabirgðaniðurstöður Hagstofu Íslands sýna 5,8 prósent aukningu á ráðstöfunartekjum heimilisgeirans á þriðja ársfjórðungi miðað við á sama tíma í fyrra. Gert er ráð fyrir að ráðstöfunartekjur á mann hafi aukist um 2,9 prósent en kaupmáttur þeirra á sama tíma dregist saman um 6,1 prósent. Í kaupmáttarútreikningum er tekið tillit til verðlagsþróunar. 

Fram kemur að gert sé ráð fyrir því að ráðstöfunartekjur hafi verið um 1,2 milljónir á mann á ársfjórðungnum og hafi þær aukist um 2,9 prósent frá því í fyrra. 

Heildartekjur heimilanna jukust um 10,2 prósent á þriðja ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tíma á síðasta ári. Sá tekjuliður sem keyrði þá aukningu hvað mest áfram voru launatekjur en þær jukust um 13,7 prósent.

Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Auk þess er áætlað að heildargjöld heimilanna hafi aukist um 16,6 prósentmiðað við í fyrra. Þá hafi skattgreiðslur aukist um 15,1 prósent og tryggingagjöld um 14 prósent. 

Breyting kaupmáttar ráðstöfunartekna má mann eftir ársfjórðungum frá árinu 2019 til 2022. Hagstofan

Frekari upplýsingar um bráðabirgðaniðurstöðurnar má sjá hér.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×