Bjóða upp á beint flug milli Akureyrar og Zürich Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. desember 2022 09:11 Svissneska flugfélagið Edelweiss mun fljúga til Akureyrar í sumar. Mynd/Edelweiss Svissneska flugfélagið Edelweiss Air mun hefja áætlunarflug til Akureyrar frá Zürich í Sviss yfir sjö vikna tímabil næstkomandi sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands. Flogið verður á föstudögskvöldum til Akureyrar og svo strax til baka til Zürich í næturflugi. Edelweiss hefur hingað til flogið til Keflavíkur og hefur í vetur boðið á vetrarflug til Íslands frá Sviss. Í tilkynningunni segir að mögulegt verði að bóka sér flug frá báðum flugvöllum í sömu bókun, þannig að komið sé til Akureyrar og farið heim frá Keflavík eða öfugt. Auk þess býðst Íslendingum sá möguleiki að fljúga beint til Sviss frá Akureyri. Þetta fyrsta sumar verða ferðir í boði á sjö vikna tímabili, frá 7. júlí til 18. ágúst. Félagið stefnir að því að lengja tímabilið árið 2024 í fjóra mánuði, að því er fram kemur í tilkynningunni. Félagið flýgur með farþega til og frá Akureyrarflugvelli næsta sumar í Airbus A320 þotu sem tekur allt að 174 farþega í sæti. „Ísland er einn af þeim áfangastöðum sem eru hvað vinsælastir yfir sumarið hjá Svisslendingum. Við höfum boðið upp á áætlunarflug til Keflavíkur með góðum árangri síðustu tvö ár og sjáum fjölda farþega skoða allt landið yfir sumartímann, og þeir sýna náttúru Norðurlands sérstakan áhuga. Með því að bjóða upp á beint flug til Norðurlands vonumst við til þess að geta boðið ferðalöngum frá Sviss upp á enn auðveldari leið til að komast á Norðurland,“ er haft eftir forsvarsmönnum Edelweiss í tilkynningunni. Markvisst hefur verið unnið að því að markaðssetja Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll undanfarin ár. Þetta hefur skilað sér í auknu millilandaflugi um flugvöllinn síðustu árin. Norðlenska flugfélagið Niceair gerir út frá Akureyrarflugvelli, auk þess sem að næsta sumar mun þýska flugfélagið Condor bjóða upp á flug á milli Þýskalands og Akureyrar. Fréttir af flugi Akureyri Akureyrarflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Sviss Tengdar fréttir Þýskt flugfélag hefur flug til Akureyrar og Egilsstaða 2023 Þýska flugfélagið Condor mun hefja áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða og verður flogið frá maí til loka október. Flug hefst sumarið 2023. 13. júlí 2022 10:48 Niceair bætir við sig tveimur áfangastöðum Norðlenska flugfélagið Niceair hefur ákveðið að bæta við tveimur áfangastöðum. Félagið mun fljúga frá Akureyrarflugvelli til bæði Alicante á Spáni og Düsseldorf í Þýskalandi á næsta ári. 3. nóvember 2022 11:56 Tafir á stáli seinka viðbyggingunni til vorsins 2024 Reiknað er með að hægt verði að taka langþráða nýja viðbyggingu við Akureyrarflugvöll í notkun vorið 2024, tæpu ári á eftir áætlun. Tafir við afhendingu á ýmsum aðföngum, svo sem stálgrind hússins, gera þetta að verkum. 24. nóvember 2022 07:01 Leggur til tvö hundruð króna gjald á hvern farþega til að byggja upp varaflugvelli Lagt verður varaflugvallagjald sem nemur 200 krónum á hvern farþega ef frumvarp innviðaráðherra sem lagt var fram í samráðsgátt stjórnvalda í dag nær fram að ganga. Sé miðað við sex milljón farþega gætu tekjur ríkissjóðs orðið allt að einn og hálfur milljarður króna. Isavia og Icelandair hafa mótmælt gjaldtökunni. 28. nóvember 2022 15:00 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands. Flogið verður á föstudögskvöldum til Akureyrar og svo strax til baka til Zürich í næturflugi. Edelweiss hefur hingað til flogið til Keflavíkur og hefur í vetur boðið á vetrarflug til Íslands frá Sviss. Í tilkynningunni segir að mögulegt verði að bóka sér flug frá báðum flugvöllum í sömu bókun, þannig að komið sé til Akureyrar og farið heim frá Keflavík eða öfugt. Auk þess býðst Íslendingum sá möguleiki að fljúga beint til Sviss frá Akureyri. Þetta fyrsta sumar verða ferðir í boði á sjö vikna tímabili, frá 7. júlí til 18. ágúst. Félagið stefnir að því að lengja tímabilið árið 2024 í fjóra mánuði, að því er fram kemur í tilkynningunni. Félagið flýgur með farþega til og frá Akureyrarflugvelli næsta sumar í Airbus A320 þotu sem tekur allt að 174 farþega í sæti. „Ísland er einn af þeim áfangastöðum sem eru hvað vinsælastir yfir sumarið hjá Svisslendingum. Við höfum boðið upp á áætlunarflug til Keflavíkur með góðum árangri síðustu tvö ár og sjáum fjölda farþega skoða allt landið yfir sumartímann, og þeir sýna náttúru Norðurlands sérstakan áhuga. Með því að bjóða upp á beint flug til Norðurlands vonumst við til þess að geta boðið ferðalöngum frá Sviss upp á enn auðveldari leið til að komast á Norðurland,“ er haft eftir forsvarsmönnum Edelweiss í tilkynningunni. Markvisst hefur verið unnið að því að markaðssetja Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll undanfarin ár. Þetta hefur skilað sér í auknu millilandaflugi um flugvöllinn síðustu árin. Norðlenska flugfélagið Niceair gerir út frá Akureyrarflugvelli, auk þess sem að næsta sumar mun þýska flugfélagið Condor bjóða upp á flug á milli Þýskalands og Akureyrar.
Fréttir af flugi Akureyri Akureyrarflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Sviss Tengdar fréttir Þýskt flugfélag hefur flug til Akureyrar og Egilsstaða 2023 Þýska flugfélagið Condor mun hefja áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða og verður flogið frá maí til loka október. Flug hefst sumarið 2023. 13. júlí 2022 10:48 Niceair bætir við sig tveimur áfangastöðum Norðlenska flugfélagið Niceair hefur ákveðið að bæta við tveimur áfangastöðum. Félagið mun fljúga frá Akureyrarflugvelli til bæði Alicante á Spáni og Düsseldorf í Þýskalandi á næsta ári. 3. nóvember 2022 11:56 Tafir á stáli seinka viðbyggingunni til vorsins 2024 Reiknað er með að hægt verði að taka langþráða nýja viðbyggingu við Akureyrarflugvöll í notkun vorið 2024, tæpu ári á eftir áætlun. Tafir við afhendingu á ýmsum aðföngum, svo sem stálgrind hússins, gera þetta að verkum. 24. nóvember 2022 07:01 Leggur til tvö hundruð króna gjald á hvern farþega til að byggja upp varaflugvelli Lagt verður varaflugvallagjald sem nemur 200 krónum á hvern farþega ef frumvarp innviðaráðherra sem lagt var fram í samráðsgátt stjórnvalda í dag nær fram að ganga. Sé miðað við sex milljón farþega gætu tekjur ríkissjóðs orðið allt að einn og hálfur milljarður króna. Isavia og Icelandair hafa mótmælt gjaldtökunni. 28. nóvember 2022 15:00 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Sjá meira
Þýskt flugfélag hefur flug til Akureyrar og Egilsstaða 2023 Þýska flugfélagið Condor mun hefja áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða og verður flogið frá maí til loka október. Flug hefst sumarið 2023. 13. júlí 2022 10:48
Niceair bætir við sig tveimur áfangastöðum Norðlenska flugfélagið Niceair hefur ákveðið að bæta við tveimur áfangastöðum. Félagið mun fljúga frá Akureyrarflugvelli til bæði Alicante á Spáni og Düsseldorf í Þýskalandi á næsta ári. 3. nóvember 2022 11:56
Tafir á stáli seinka viðbyggingunni til vorsins 2024 Reiknað er með að hægt verði að taka langþráða nýja viðbyggingu við Akureyrarflugvöll í notkun vorið 2024, tæpu ári á eftir áætlun. Tafir við afhendingu á ýmsum aðföngum, svo sem stálgrind hússins, gera þetta að verkum. 24. nóvember 2022 07:01
Leggur til tvö hundruð króna gjald á hvern farþega til að byggja upp varaflugvelli Lagt verður varaflugvallagjald sem nemur 200 krónum á hvern farþega ef frumvarp innviðaráðherra sem lagt var fram í samráðsgátt stjórnvalda í dag nær fram að ganga. Sé miðað við sex milljón farþega gætu tekjur ríkissjóðs orðið allt að einn og hálfur milljarður króna. Isavia og Icelandair hafa mótmælt gjaldtökunni. 28. nóvember 2022 15:00
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur