Umræðan

Stríð um Tævan?

Joseph S. Nye skrifar

Gætu Bandaríkin og Kína háð stríð vegna Tævan? Kína lítur á eyjuna, sem er 145 kílómetra undan strönd meginlandsins, sem eitt héraða sinna. Xi forseti vakti máls á málefnum Tævan á 20. ársþingi kínverska kommúnistaflokksins á dögunum. Þó að Xi hafi tekið fram að hann kjósi sameiningu Kína og Tævans án stríðsátaka, eru markmið hans augljós. Hann útilokaði ekki stríðsátök vegna málsins. Á sama tíma er miklu hærra hlutfall íbúa í Tævan sem lítur á sjálfa sig sem Tævana fremur en Kínverja.

Til langs tíma hafa Bandaríkin bæði dregið úr Tævan að lýsa yfir sjálfstæði og á sama tíma varað Kína við að beita valdi gagnvart eyjunni. En geta kínverska hersins hefur stóraukist að undanförnu og Joe Biden hefur í fjögur skipti lýst því yfir að Bandaríkin muni verja Tævan. Í hvert einasta skipti hefur Hvíta húsið undirstrikað stefnu sína gagnvart „Einu Kína,“ – að hún hafi ekki breyst.

Þegar Richard Nixon fór til Kína árið 1972 og hitti Mao Zedong höfðu bæði Bandaríkin og Kína sameiginlega hagsmuni um að halda valdi Sovétríkjanna í skefjum. Sovétríkin voru stærsta vandamál beggja ríkja. Núna á Kína sameiginlega hagsmuni með Rússlandi, enda sjá bæði lönd Bandaríkin sem sitt stærsta vandamál.

En Kína hefur bent á að nýlegar heimsóknir háttsettra ráðamanna frá Bandaríkjunum til Tævan grafi undan þeirri stefnu. Eftir að Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, heimsótti eyjuna þá svaraði Kína með því að skjóta eldflaugum sem höfnuðu skammt undan strönd Tævans. Hvað gerist ef þingmaðurinn Kevin McCarthy nær kjöri sem nýr forseti fulltrúadeildarinnar, og hann stendur við hótun sína um að fara í opinbera heimsókn til Tævans með heila sendinefnd með sér?

Þessi gjörningur minnir á gamla miðaldasögu um mann sem haldið var föngnum og tókst að fresta aftöku sinni með því að lofa því að kenna hesti kóngsins að tala mannamál. „Hver veit,“ spurði maðurinn: „Kóngurinn gæti dáið eða hesturinn gæti talað.“

Þegar Richard Nixon fór til Kína árið 1972 og hitti Maó Zedong höfðu bæði Bandaríkin og Kína sameiginlega hagsmuni um að halda valdi Sovétríkjanna í skefjum. Sovétríkin voru stærsta vandamál beggja ríkja. Núna á Kína sameiginlega hagsmuni með Rússlandi, enda sjá bæði lönd Bandaríkin sem sitt stærsta vandamál.

Þrátt fyrir stöðu mála árið 1972 gátu Nixon og Maó ekki náð sameiginlegri lendingu um málefni Tævan. Málamiðlunin var sú að Bandaríkin samþykktu þá kröfu að fólk, bæði í Tævan og Kína, væri kínverskt og aðeins „Eitt Kína“ væri viðurkennt. Það er, Alþýðulýðveldið Kína á meginlandinu, ekki Alþýðulýðveldið Kína í Tævan. 

Með þessu var keyptur tími og arftaki Maó, Deng Xiaoping, kallaði þennan gjörning visku framtíðarkynslóða. Þessi gjörningur minnir á gamla miðaldasögu um mann sem haldið var föngnum og tókst að fresta aftöku sinni með því að lofa því að kenna hesti kóngsins að tala mannamál. „Hver veit,“ spurði maðurinn: „Kóngurinn gæti dáið eða hesturinn gæti talað.“

Í fimm áratugi nutu bæði Bandaríkin og Kína þess tíma sem var keyptur með gjörningnum. Eftir heimsókn Nixon var áætlun Bandaríkjanna að efla viðskipti við Kína með það markmið að auka hagvöxt, stækka millistéttina og að endingu stuðla að auknu frelsi Kínverja. Þetta markmið hljómar ef til vill bjartsýnt, en þrátt fyrir það var stefna Bandaríkjanna ekki algalin. 

Það voru kínverskir leiðtogar sem kveiktu eldinn með misnotkun á alþjóðahagkerfinu í gegnum kaupauðgistefnu, þjófnaði á vestrænum hugverkum og vígvæðingu eyjaklasa í Suður-Kínahafi.

Til að tryggja stöðu Bandaríkjanna þá endurnýjaði Bill Clinton varnarsamning við Japan árið 1996 og arftaki hans George Bush stórbætti tengsl við Indland. Einnig voru ákveðin merki um aukið frjálsræði í Kína í upphafi aldarinnar. Xi hefur hins vegar hert tök Kommúnistaflokksins á samfélaginu og á héruðum á borð við Xinjiang og Hong Kong, ásamt því að gefa til kynna metnað til þess að innlima Tævan.

Samskipti Kína og Bandaríkjanna eru á 50 ára lágpunkti um þessar mundir. Sumir kenna Donald Trump um þá stöðu. En í sögulegu tilliti var Trump meira eins og drengurinn sem hellti olíu á bál sem þegar logaði. Það voru kínverskir leiðtogar sem kveiktu eldinn með misnotkun á alþjóðahagkerfinu í gegnum kaupauðgistefnu, þjófnaði á vestrænum hugverkum og vígvæðingu eyjaklasa í Suður-Kínahafi. Viðbrögð Bandaríkjanna hafa verið þvert á flokkadrætti. Það var ekki fyrr en undir lok síns annars árs í embætti sem Joe Biden forseti hitti Xi í eigin persónu á G20 fundi á Balí.

Markmið Bandaríkjanna er ennþá að hamla því að Kína beiti valdi gegn Tævan, auk þess að koma í veg fyrir að leiðtogar Tævan lýsi fullu sjálfstæði að lögum. Sumir greinendur lýsa þessari stefnu sem „strategískri tvíræðni,“ en henni mætti líka lýsa sem „tvöföldum fælingarmætti.“ Á síðustu mánuðunum fyrir tilræðið gegn Abe Shinzo, fyrrverandi forsætisráðherra Japan, hafði Shinzo lagt hart að Bandaríkjunum að skuldbinda sig til að verja Tævan. Bent hefur verið á að slík stefnubreyting myndi kalla á svar frá Kína og myndi útrýma þeirri tvíræðni stefnu Bandaríkjanna, sem hefur gert Kína kleift að friða þá sem halda fram þjóðernissinnuðum sjónarmiðum í Kína.

Hvorugt land ógnar hina á sama hátt og Þýskland Hitlers eða Sovétríki Stalíns gerðu á sínum tíma. Hvort landið hefur það markmið að sigra hitt né hefur getu til þess. En takist ekki að lægja öldurnar í kringum málefni Tævan gæti löndin lent í tilvistarkreppu.

Hversu líklegt er að átök brjótist út? Forsvarsmenn bandaríska sjóhersins hafa bent á að aukinn hernaðarmáttur Kína á hafi gæti ýtt Kínverjum út í átök, byggt á þeirri forsendu að tíminn vinni ekki með Kína. Aðrir benda á að misheppnuð innrás Pútíns í Úkraínu hafi gert það að verkum að Kína er varkárara og að beðið verði með aðgerðir gagnvart Tævan þar til eftir 2030. Þrátt fyrir að Kína hefji allsherjarinnrás í Tævan, gæti meiriháttar mannfall vegna þess breytt stöðunni hratt. Ef Bandaríkin bregðast við með viðskiptaþvingunum með virkjun lagaákvæða um viðskipti við óvininn (e. Trading with the Enemy Act), þá gætu Bandaríkin og Kína runnið inn í raunverulegt kalt stríð, eða jafnvel heitt.

Séu málefni Tævan tekin út fyrir sviga, ættu samskipti Bandaríkjanna og Kína að geta fallið að því sem forsætisráðherra Ástralíu, Kevin Rudd, hefur kallað „stýrð, strategísk samkeppni.“ Hvorugt land ógnar hina á sama hátt og Þýskland Hitlers eða Sovétríki Stalíns gerðu á sínum tíma. Hvort landið hefur það markmið að sigra hitt né hefur getu til þess. En takist ekki að lægja öldurnar í kringum málefni Tævan gæti löndin lent í tilvistarkreppu.

Bandaríkin ættu að viðhalda þeirri stefnu að draga úr metnaði ráðamanna í Tævan til að lýsa yfir fullu sjálfstæði, en á sama tíma hjálpa þeim með þeim hætti að innlimum í Kína sé nánast ómöguleg. Bandaríkin ættu að vinna með bandamönnum sínum á svæðinu í því markmiði að efla viðveru sjóhersins. Mikilvægt er að forðast opin átök og sleppa opinberum heimsóknum sem gætu ýtt Kína nær innrás í Tævan. Eins og Maó og Nixon uppgötvuðu fyrir löngu síðan, þá er margt ennþá ósagt á sviði diplómatískra samskipta sem getur keypt tíma.

Joseph S. Nye er prófessor við Harvard-hásóla og fyrrverandi aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna. ©Project Syndicate 2022.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Umræðan

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.