Viðskipti innlent

Ragnar nýr for­stöðu­maður hjá Lands­bankanum

Atli Ísleifsson skrifar
Ragnar Einarsson.
Ragnar Einarsson. Landsbankinn

Ragnar Einarsson hefur tekið við nýju starfi forstöðumanns Færsluhirðingar Landsbankans.

Í tilkynningu segir að bankinn muni bjóða fyrirtækjum upp á færsluhirðingu á næsta ári, bæði í posum og á netinu.

„Ragnar hefur mikla reynslu og þekkingu af færsluhirðingu en hann starfaði áður hjá færsluhirðinum Rapyd þar sem hann stýrði viðskiptasviði félagsins í gegnum mikið vaxtarferli. Hann var meðstofnandi og framkvæmdarstjóri íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins SalesCloud sem náð hefur miklum árangri á markaði með sölu- og afgreiðslukerfi. 

Áður stýrði Ragnar m.a. viðskipta- og vöruþróun hjá innlendri færsluhirðingu Borgunar. Hann kom líka að uppbyggingu fjártæknifyrirtækisins Aurs og sat um tíma í stjórn félagsins.

Ragnar er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.