Innherji

Birk­­ir Jóh­anns­son tek­­ur við sem for­­stjór­­i TM af Sig­­urð­­i Við­ars­syn­i

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Birkir hefur undanfarin misseri gegnt stöðu framkvæmdastjóra kjarnastarfsemi og stafrænna lausna hjá VÍS og hefur mikla reynslu af fjármálamörkuðum.
Birkir hefur undanfarin misseri gegnt stöðu framkvæmdastjóra kjarnastarfsemi og stafrænna lausna hjá VÍS og hefur mikla reynslu af fjármálamörkuðum. TM

Birkir Jóhannsson hefur verið ráðinn forstjóri TM sem er dótturfélag Kviku banka. Hann tekur við af Sigurði Viðarssyni sem var ráðinn aðstoðarforstjóri bankans á mánudag samhliða umfangsmiklum breytingum á skipuriti og framkvæmdastjórn Kviku. Sigurður var forstjóri TM samfellt frá árinu 2007.

Birkir hefur undanfarin misseri gegnt stöðu framkvæmdastjóra kjarnastarfsemi og stafrænna lausna hjá VÍS og hefur mikla reynslu af fjármálamörkuðum. Áður en hann hóf störf hjá VÍS starfaði Birkir m.a. hjá Birti Capital Partners, Valitor, Arion banka og Lögmönnum Höfðabakka. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Birkir er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík. Auk þess hefur Birkir lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og aflað sér réttinda sem héraðsdómslögmaður.

Birkir mun taka sæti í framkvæmdastjórn samstæðu Kviku.

Aðrir í framkvæmdastjórn samstæðu Kviku verða eftir skipulagsbreytingar: Marinó Örn Tryggvason (forstjóri), Sigurður Viðarsson (aðstoðarforstjóri), Lilja Jensen (yfirlögfræðingur), Ólöf Jónsdóttir (framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs), Bjarni Eyvinds (framkvæmdastjóri fyrirtækja og markaða), Eiríkur Magnús Jensson (framkvæmdastjóri fjármálasviðs), Anna Rut Ágústsdóttir (framkvæmdastjóri rekstrarsviðs), Thomas Skov Jensen (framkvæmdastjóri áhættustýringar), Hannes Frímann Hrólfsson (framkvæmdastjóri Kviku eignastýringar) og Gunnar Sigurðsson (framkvæmdastjóri Kviku Securities í London).

Sigurður Viðarsson var forstjóri TM frá árinu 2007. Hann hefur tekið við starfi aðstoðarforstjóra Kviku.Aðsend mynd

Regluvörður samstæðu Kviku er Erna Heiðrún Jónsdóttir og innri endurskoðandi Ásta Leonhardsdóttir.

„Ég er fullur tilhlökkunar að hefja störf hjá TM og kynnast því frábæra starfsfólki sem þar starfar,“ segir Birkir. „Miklar breytingar hafa orðið á íslenskum tryggingamarkaði á síðastliðnum árum. Samhliða því eru að verða breytingar á þeim samskipta- og dreifileiðum sem neytendur kjósa. TM og Kvika eru í kjörstöðu til að nýta sér þessar breytingar og er ég stoltur af því að fá að taka þátt í þeirri vegferð.“

Inga Björg Hjaltadóttir, stjórnarformaður TM, segir að Birkir búi yfir margþættri reynslu úr fyrri störfum sem falli einstaklega vel að stefnu TM hvað varðar stafræna þróun og tengingu við öflugar lausnir samstæðu Kviku á því sviði.

„Á sama tíma vil ég þakka Sigurði Viðarssyni fyrir störf sín sem forstjóri TM. Hann hefur á farsælan hátt leitt krefjandi breytingarferli í kjölfar samruna TM og Kviku og það er gott fyrir TM að hann verður áfram sterk rödd í samstæðu Kviku sem aðstoðarforstjóri. Sigurður hefur átt mjög farsælan feril sem forstjóri TM s.l. 15 ár, félagið hefur verið í fararbroddi í þróun á tryggingamarkaði og reksturinn verið afar traustur,“ segir hún.

Eins og fyrr segir voru gerðar breytingar á skipuriti og framkvæmdastjórn Kviku. Ármann Þorvaldsson, sem hefur verið aðstoðarforstjóri bankans, lætur af því starfi og mun einbeita sér að uppbyggingu á starfsemi Kviku í Bretlandi. Þá var Eiríkur Magnús Jensson ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs Kviku en hann hefur verið hjá Arion banka og forverum hans frá árinu 1998, síðast sem forstöðumaður fjárstýringar. Ragnar Páll Dyer, sem hafði gegnt starfi fjármálastjóra Kviku banka, hefur óskað eftir að láta af störfum en mun áfram sitja í stjórnum TM og Kviku Securities í London.

Hluti af breytingunum hjá Kviku er einnig að Baldur Stefánsson, sem hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kviku síðustu ár, mun láta af störfum á næstu vikum og hefja eigin rekstur. Gengi hefur verið frá viljayfirlýsingu þess efnis að Kvika komi að þeim rekstri. Samkvæmt heimildum Innherja munu þeir Bjarki Logason og Sveinn Guðjónsson, sem báðir hafa starfað í fyrirtækjaráðgjöf Kviku, einnig koma að hinu nýja félagi ásamt Baldri.

Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku.Kvika

Erlendur Davíðsson hefur verið ráðinn í stað Baldurs sem forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Kviku. Síðustu ár starfaði hann sjálfstætt við fyrirtækjaráðgjöf og þar á undan meðal annars sem sjóðstjóri og forstöðumaður hlutabréfasjóða hjá forvera Kviku eignastýringar og í fyrirtækjaráðgjöf Arion banka.

Hluti viðskiptabankasviðs og fjárfestingabankasvið Kviku mun mynda nýtt tekjusvið, fyrirtæki og markaðir. Nýtt tekjusvið er sagt eiga að skerpa á sérstöðu Kviku í þjónustu við fyrirtæki og fjárfesta og auðvelda félaginu að nýta aukinn fjárhagslegan styrk til bættrar þjónustu við viðskiptavini.

Eftir breytingarnar verða tvö tekjusvið rekin í Kviku banka, viðskiptabanki annars vegar og fyrirtæki og markaðir hins vegar. Því til viðbótar eru þrjú tekjusvið rekin í dótturfélögum: TM, Kvika eignastýring og Kvika Securites í Bretlandi.

Framkvæmdastjóri fyrirtækja og markaða verður Bjarni Eyvinds Þrastarson, sem hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra fjárfestingabankasvið



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×