Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun gera grein fyrir yfirlýsingu sinni sem birt var í morgun á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30.
Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í beinu streymi í spilara að neðan.
Á kynningunni munu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika gera grein fyrir yfirlýsingunni.
Í henni kom meðal annars fram að töluverð óvissa væri uppi um alþjóðlegar efnahagshorfur og framvindan ytra kynni að hafa neikvæð áhrif á íslenskan þjóðarbúskap næstu misserin.
Aðstæður á erlendum fjármagnsmörkuðum hefðu versnað fyrir innlend fjármálafyrirtæki og vaxandi innlend eftirspurn leitt til aukins viðskiptahalla.
Áhætta tengd fjármálastöðugleika hér á landi hefði því vaxið.
„Töluverð óvissa er um alþjóðlegar efnahagshorfur og framvindan ytra kann að hafa neikvæð áhrif á íslenskan þjóðarbúskap næstu misserin. Mikil verðbólga er í helstu viðskiptalöndum okkar og seðlabankar þar hafa enn hert aðhaldsstig peningastefnunnar sem hefur leitt til verri horfa um fjármálastöðugleika.“
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.