Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í beinu streymi í spilara að neðan.
Á kynningunni munu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika gera grein fyrir yfirlýsingunni.
Í henni kom meðal annars fram að töluverð óvissa væri uppi um alþjóðlegar efnahagshorfur og framvindan ytra kynni að hafa neikvæð áhrif á íslenskan þjóðarbúskap næstu misserin.
Aðstæður á erlendum fjármagnsmörkuðum hefðu versnað fyrir innlend fjármálafyrirtæki og vaxandi innlend eftirspurn leitt til aukins viðskiptahalla.
Áhætta tengd fjármálastöðugleika hér á landi hefði því vaxið.