Sáu sér leik á borði og tóku yfir Brynju yfir jólin Bjarki Sigurðsson skrifar 7. desember 2022 08:43 Búið er að taka skilti Brynju og setja þennan auglýsingaborða í staðinn. Vísir/Vilhelm Ölgerðin er með húsnæði við Laugaveg 29, þar sem byggingavöruverslunin Brynja var áður til húsa, á leigu hjá fyrrverandi eiganda hússins. Nýir eigendur taka ekki við húsinu fyrr en í byrjun árs. Næsta mánuðinn er húsið kallað „Pepsi max húsið“. Það ráku margir upp stór augu í vikunni er þeir gengu niður Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur og sáu risastóran auglýsingaborða á húsinu þar sem byggingavöruverslunin Brynja var áður. Brynju var lokað í byrjun nóvember eftir 103 ára starfsemi. Fréttamaður Stöðvar 2, Óttar Kolbeinsson Proppé, var síðasti viðskiptavinur verslunarinnar líkt og sjá má í innslaginu hér fyrir neðan. Klippa: Síðustu viðskiptin í Brynju Á borðanum stendur með stórum stöfum „Maxaðu jólin“ og eru merki gosdrykkjarins Pepsi Max á sitthvorri hlið borðans. Þá er búið að setja glimmerræmur og ljóskastara í glugga húsnæðisins. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir Halldóra Tryggvadóttir, vörumerkjastjóri óáfengra drykkja hjá Ölgerðinni, að fyrirtækinu hafi borist til eyrna að húsið yrði ekki nýtt frekar á þessu ári en nýir eigendur fá það ekki afhent fyrr en í byrjun næsta árs. Því fannst Ölgerðinni tilvalið að setja þar upp „Pepsi Max hús“ og lífga upp á annars tómt húsið í jólamánuðinum. „Umrætt hús er ákveðið kennileiti í miðbænum og margir lögðu leið sína í verslunina Brynju í aðdraganda uppsetninga jólaskreytinga. Okkur fannst því tilvalið að halda tengingunni við jólahátíðina áfram, enda hefur Pepsi Max orðið sífellt vinsælla með jólamatnum. Að setja upp jólalegt Pepsi Max hús síðustu vikurnar fram að jólum fannst okkur góð hugmynd og létum verða af henni,“ segir í svari Halldóru. Hér fyrir neðan má sjá þegar fréttastofa heimsótti verslunina í maí er húsnæðið var sett á sölu. Klippa: Byggingavöruverslunin Brynja er til sölu Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Verslun Tengdar fréttir Síðasti dagur verslunarinnar Brynju að kvöldi kominn Einu helsta kennileiti Laugavegarins, iðnaðarvöruversluninni Brynju hefur verið lokað eftir 103 ára starf. Eigandi Brynju segist ekki vita hvers konar starfsemi taki við í húsinu. 3. nóvember 2022 20:05 Lokar Brynju á næstu vikum Brynjólfur H. Björnsson, kaupmaður í versluninni Brynju, mun loka versluninni í síðasta skiptið eftir einn til tvo mánuði. Verslunin verður þó áfram rekin sem netverslun. Brynjólfur segir tilfinninguna vera skrítna. 3. október 2022 06:31 Segir skilið við Brynju eftir 60 ár Brynjólfur H. Björnsson, framkvæmdastjóri og stærsti eigandi verslunarinnar Brynju við Laugaveg, hefur sett verslunina á sölu. 7. maí 2022 07:51 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Það ráku margir upp stór augu í vikunni er þeir gengu niður Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur og sáu risastóran auglýsingaborða á húsinu þar sem byggingavöruverslunin Brynja var áður. Brynju var lokað í byrjun nóvember eftir 103 ára starfsemi. Fréttamaður Stöðvar 2, Óttar Kolbeinsson Proppé, var síðasti viðskiptavinur verslunarinnar líkt og sjá má í innslaginu hér fyrir neðan. Klippa: Síðustu viðskiptin í Brynju Á borðanum stendur með stórum stöfum „Maxaðu jólin“ og eru merki gosdrykkjarins Pepsi Max á sitthvorri hlið borðans. Þá er búið að setja glimmerræmur og ljóskastara í glugga húsnæðisins. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir Halldóra Tryggvadóttir, vörumerkjastjóri óáfengra drykkja hjá Ölgerðinni, að fyrirtækinu hafi borist til eyrna að húsið yrði ekki nýtt frekar á þessu ári en nýir eigendur fá það ekki afhent fyrr en í byrjun næsta árs. Því fannst Ölgerðinni tilvalið að setja þar upp „Pepsi Max hús“ og lífga upp á annars tómt húsið í jólamánuðinum. „Umrætt hús er ákveðið kennileiti í miðbænum og margir lögðu leið sína í verslunina Brynju í aðdraganda uppsetninga jólaskreytinga. Okkur fannst því tilvalið að halda tengingunni við jólahátíðina áfram, enda hefur Pepsi Max orðið sífellt vinsælla með jólamatnum. Að setja upp jólalegt Pepsi Max hús síðustu vikurnar fram að jólum fannst okkur góð hugmynd og létum verða af henni,“ segir í svari Halldóru. Hér fyrir neðan má sjá þegar fréttastofa heimsótti verslunina í maí er húsnæðið var sett á sölu. Klippa: Byggingavöruverslunin Brynja er til sölu
Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Verslun Tengdar fréttir Síðasti dagur verslunarinnar Brynju að kvöldi kominn Einu helsta kennileiti Laugavegarins, iðnaðarvöruversluninni Brynju hefur verið lokað eftir 103 ára starf. Eigandi Brynju segist ekki vita hvers konar starfsemi taki við í húsinu. 3. nóvember 2022 20:05 Lokar Brynju á næstu vikum Brynjólfur H. Björnsson, kaupmaður í versluninni Brynju, mun loka versluninni í síðasta skiptið eftir einn til tvo mánuði. Verslunin verður þó áfram rekin sem netverslun. Brynjólfur segir tilfinninguna vera skrítna. 3. október 2022 06:31 Segir skilið við Brynju eftir 60 ár Brynjólfur H. Björnsson, framkvæmdastjóri og stærsti eigandi verslunarinnar Brynju við Laugaveg, hefur sett verslunina á sölu. 7. maí 2022 07:51 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Síðasti dagur verslunarinnar Brynju að kvöldi kominn Einu helsta kennileiti Laugavegarins, iðnaðarvöruversluninni Brynju hefur verið lokað eftir 103 ára starf. Eigandi Brynju segist ekki vita hvers konar starfsemi taki við í húsinu. 3. nóvember 2022 20:05
Lokar Brynju á næstu vikum Brynjólfur H. Björnsson, kaupmaður í versluninni Brynju, mun loka versluninni í síðasta skiptið eftir einn til tvo mánuði. Verslunin verður þó áfram rekin sem netverslun. Brynjólfur segir tilfinninguna vera skrítna. 3. október 2022 06:31
Segir skilið við Brynju eftir 60 ár Brynjólfur H. Björnsson, framkvæmdastjóri og stærsti eigandi verslunarinnar Brynju við Laugaveg, hefur sett verslunina á sölu. 7. maí 2022 07:51