Sáu sér leik á borði og tóku yfir Brynju yfir jólin Bjarki Sigurðsson skrifar 7. desember 2022 08:43 Búið er að taka skilti Brynju og setja þennan auglýsingaborða í staðinn. Vísir/Vilhelm Ölgerðin er með húsnæði við Laugaveg 29, þar sem byggingavöruverslunin Brynja var áður til húsa, á leigu hjá fyrrverandi eiganda hússins. Nýir eigendur taka ekki við húsinu fyrr en í byrjun árs. Næsta mánuðinn er húsið kallað „Pepsi max húsið“. Það ráku margir upp stór augu í vikunni er þeir gengu niður Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur og sáu risastóran auglýsingaborða á húsinu þar sem byggingavöruverslunin Brynja var áður. Brynju var lokað í byrjun nóvember eftir 103 ára starfsemi. Fréttamaður Stöðvar 2, Óttar Kolbeinsson Proppé, var síðasti viðskiptavinur verslunarinnar líkt og sjá má í innslaginu hér fyrir neðan. Klippa: Síðustu viðskiptin í Brynju Á borðanum stendur með stórum stöfum „Maxaðu jólin“ og eru merki gosdrykkjarins Pepsi Max á sitthvorri hlið borðans. Þá er búið að setja glimmerræmur og ljóskastara í glugga húsnæðisins. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir Halldóra Tryggvadóttir, vörumerkjastjóri óáfengra drykkja hjá Ölgerðinni, að fyrirtækinu hafi borist til eyrna að húsið yrði ekki nýtt frekar á þessu ári en nýir eigendur fá það ekki afhent fyrr en í byrjun næsta árs. Því fannst Ölgerðinni tilvalið að setja þar upp „Pepsi Max hús“ og lífga upp á annars tómt húsið í jólamánuðinum. „Umrætt hús er ákveðið kennileiti í miðbænum og margir lögðu leið sína í verslunina Brynju í aðdraganda uppsetninga jólaskreytinga. Okkur fannst því tilvalið að halda tengingunni við jólahátíðina áfram, enda hefur Pepsi Max orðið sífellt vinsælla með jólamatnum. Að setja upp jólalegt Pepsi Max hús síðustu vikurnar fram að jólum fannst okkur góð hugmynd og létum verða af henni,“ segir í svari Halldóru. Hér fyrir neðan má sjá þegar fréttastofa heimsótti verslunina í maí er húsnæðið var sett á sölu. Klippa: Byggingavöruverslunin Brynja er til sölu Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Verslun Tengdar fréttir Síðasti dagur verslunarinnar Brynju að kvöldi kominn Einu helsta kennileiti Laugavegarins, iðnaðarvöruversluninni Brynju hefur verið lokað eftir 103 ára starf. Eigandi Brynju segist ekki vita hvers konar starfsemi taki við í húsinu. 3. nóvember 2022 20:05 Lokar Brynju á næstu vikum Brynjólfur H. Björnsson, kaupmaður í versluninni Brynju, mun loka versluninni í síðasta skiptið eftir einn til tvo mánuði. Verslunin verður þó áfram rekin sem netverslun. Brynjólfur segir tilfinninguna vera skrítna. 3. október 2022 06:31 Segir skilið við Brynju eftir 60 ár Brynjólfur H. Björnsson, framkvæmdastjóri og stærsti eigandi verslunarinnar Brynju við Laugaveg, hefur sett verslunina á sölu. 7. maí 2022 07:51 Mest lesið Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Fleiri fréttir Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Sjá meira
Það ráku margir upp stór augu í vikunni er þeir gengu niður Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur og sáu risastóran auglýsingaborða á húsinu þar sem byggingavöruverslunin Brynja var áður. Brynju var lokað í byrjun nóvember eftir 103 ára starfsemi. Fréttamaður Stöðvar 2, Óttar Kolbeinsson Proppé, var síðasti viðskiptavinur verslunarinnar líkt og sjá má í innslaginu hér fyrir neðan. Klippa: Síðustu viðskiptin í Brynju Á borðanum stendur með stórum stöfum „Maxaðu jólin“ og eru merki gosdrykkjarins Pepsi Max á sitthvorri hlið borðans. Þá er búið að setja glimmerræmur og ljóskastara í glugga húsnæðisins. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir Halldóra Tryggvadóttir, vörumerkjastjóri óáfengra drykkja hjá Ölgerðinni, að fyrirtækinu hafi borist til eyrna að húsið yrði ekki nýtt frekar á þessu ári en nýir eigendur fá það ekki afhent fyrr en í byrjun næsta árs. Því fannst Ölgerðinni tilvalið að setja þar upp „Pepsi Max hús“ og lífga upp á annars tómt húsið í jólamánuðinum. „Umrætt hús er ákveðið kennileiti í miðbænum og margir lögðu leið sína í verslunina Brynju í aðdraganda uppsetninga jólaskreytinga. Okkur fannst því tilvalið að halda tengingunni við jólahátíðina áfram, enda hefur Pepsi Max orðið sífellt vinsælla með jólamatnum. Að setja upp jólalegt Pepsi Max hús síðustu vikurnar fram að jólum fannst okkur góð hugmynd og létum verða af henni,“ segir í svari Halldóru. Hér fyrir neðan má sjá þegar fréttastofa heimsótti verslunina í maí er húsnæðið var sett á sölu. Klippa: Byggingavöruverslunin Brynja er til sölu
Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Verslun Tengdar fréttir Síðasti dagur verslunarinnar Brynju að kvöldi kominn Einu helsta kennileiti Laugavegarins, iðnaðarvöruversluninni Brynju hefur verið lokað eftir 103 ára starf. Eigandi Brynju segist ekki vita hvers konar starfsemi taki við í húsinu. 3. nóvember 2022 20:05 Lokar Brynju á næstu vikum Brynjólfur H. Björnsson, kaupmaður í versluninni Brynju, mun loka versluninni í síðasta skiptið eftir einn til tvo mánuði. Verslunin verður þó áfram rekin sem netverslun. Brynjólfur segir tilfinninguna vera skrítna. 3. október 2022 06:31 Segir skilið við Brynju eftir 60 ár Brynjólfur H. Björnsson, framkvæmdastjóri og stærsti eigandi verslunarinnar Brynju við Laugaveg, hefur sett verslunina á sölu. 7. maí 2022 07:51 Mest lesið Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Fleiri fréttir Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Sjá meira
Síðasti dagur verslunarinnar Brynju að kvöldi kominn Einu helsta kennileiti Laugavegarins, iðnaðarvöruversluninni Brynju hefur verið lokað eftir 103 ára starf. Eigandi Brynju segist ekki vita hvers konar starfsemi taki við í húsinu. 3. nóvember 2022 20:05
Lokar Brynju á næstu vikum Brynjólfur H. Björnsson, kaupmaður í versluninni Brynju, mun loka versluninni í síðasta skiptið eftir einn til tvo mánuði. Verslunin verður þó áfram rekin sem netverslun. Brynjólfur segir tilfinninguna vera skrítna. 3. október 2022 06:31
Segir skilið við Brynju eftir 60 ár Brynjólfur H. Björnsson, framkvæmdastjóri og stærsti eigandi verslunarinnar Brynju við Laugaveg, hefur sett verslunina á sölu. 7. maí 2022 07:51