Viðskipti innlent

Sól­veig og Steinunn til Century Aluminum

Atli Ísleifsson skrifar
Sólveig Kr. Bergmann og Steinunn Dögg Steinsen.
Sólveig Kr. Bergmann og Steinunn Dögg Steinsen. Century Aluminium

Sólveig Kr. Bergmann og Steinunn Dögg Steinsen hafa tekið við nýjum hlutverkum hjá Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls.

Í tilkynningu segir að þær Sólveig og Steinunn bætist þá í þann hóp Íslendinga sem þegar starfi í æðstu stjórn Century.

„Sólveig, sem gegnt hefur stöðu yfirmanns samskipta hjá Norðuráli, hefur tekið við nýju hlutverki hjá Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls. Nýr starfstitill Sólveig er Corporate Director of Communications and Public Relations.

Áður en Sólveig hóf störf hjá Norðuráli árið 2012 starfaði hún sem fréttastjóri, fréttamaður og blaðamaður á fjölda íslenskra fjölmiðla, Sólveig er með BA gáðu í mannfræði og alþjóðafræðum frá Macalester College í Bandaríkjunum og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Sólveig er í stjórn Samáls og Grænvangs.

Steinunn, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra umhverfis- og öryggissviðs Norðuráls frá árinu 2018, hefur tekið við nýju hlutverki hjá Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls. Steinunn mun framvegis stjórna og bera ábyrgð á umhverfis- og öryggismálum allra álvera Century, í Bandaríkjunum og hér heima. Nýr starfstitill hennar er Vice President of HSE, Sustainability and Management Systems.

Steinunn hóf störf hjá Norðuráli árið 2011. Steinunn er með M.Sc. í efnaverkfræði frá Denmarks Tekniske Universitet og lauk diplómanámi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá Háskóla Íslands árið 2010,“ segir í tilkynningunni. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×