Handbolti

Leik­maður Þórs í æfinga­hópi Norður-Makedóníu fyrir heims­meistara­mótið

Smári Jökull Jónsson skrifar
Kostadin Petrov í leik með Þór.
Kostadin Petrov í leik með Þór. Facebooksíða Þórs Akureyri

Kostadin Petrov sem leikur með Þór frá Akureyri í Grill 66-deildinni í handknattleik hefur verið valinn í æfingahóp Norður Makedóníu fyrir heimsmeistaramótið í handbolta sem fram fer í janúar.

Það er handbolti.is sem greinir frá þessu og vísar í Facebooksíðu handknattleiksdeildar Þórsara. Þar er greint frá því að Petrov hafi verið boðaður til æfinga hjá Norður Makedoníu þann 20.desember í undirbúningi liðsins fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi í janúar.

Á handbolti.is er sagt frá því að tuttugu og einn leikmaður hafi verið valinn í æfingahópinn. Norður Makedónar munu síðan velja lokahóp til þátttöku á heimsmeistaramótinu og ekki er ljóst hvort Petrov verði valinn í þann hóp.

Norður Makedónía er í riðli með Noregi, Argentínu og Hollandi á heimsmeistaramótinu og munu leikirnir í riðlinum fara fram í Krakow í Póllandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.