Viðskipti innlent

Krónan og Rio Tin­to hljóta Hvatningar­verð­laun jafn­réttis­mála

Bjarki Sigurðsson skrifar
Jón Atli Benediktsson, Rannveig Rist, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðrún Aðalsteinsdóttir og Halldór Benjamín Þorbergsson við afhendingu verðlaunanna.
Jón Atli Benediktsson, Rannveig Rist, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðrún Aðalsteinsdóttir og Halldór Benjamín Þorbergsson við afhendingu verðlaunanna. Kristinn Ingvarsson

Krónan og Rio Tinto fengu afhent Hvatningarverðlaun jafnréttismála í hátíðasal Háskóla Íslands í gær. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á fyrirtækjum sem sett hafa jafnrétti á oddinn. 

Samtök atvinnulífsins og Háskóli Íslands standa að verðlaununum. Í ár var veittur sérstakur Jafnréttissproti vegna framtaks með tilliti til fjölmenningar, fötlunar og annarra brýnna viðfangsefna jafnréttismála. Rio Tinto hlaut Jafnréttissprotann en Krónan fékk verðlaun á sviði kynjajafnréttis. 

„Við hjá Krónunni erum afar stolt og þakklát fyrir hvatningarverðlaunin. Fjölbreytileiki skiptir svo sannarlega máli og við viljum gefa starfsfólki okkar tækifæri á að vaxa í starfi óháð kyni, uppruna, bakgrunni, aldri, trúarbrögðum og kynhneigð,“ er haft eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, í tilkynningu á vef Háskóla Íslands. 

„Þessi tvö frumkvæði sem Rio Tinto hlýtur jafnréttissprotann fyrir sýna með beinum hætti hvernig við vinnum að því að stuðla að jafnrétti og hvernig við störfum í samræmi við okkar gildi og sýnum umhyggju fyrir starfsfólki okkar. Orðum þurfa að fylgja raunverulegar aðgerðir og áætlanir. Það er nýlunda að vera með viðbragðsáætlun og stuðning við starfsfólk sem er þolandi heimilisofbeldis. Vonandi reynir ekki oft á þetta en ef þessar aðstæður koma upp viljum við að starfsfólk upplifi stuðning fyrirtækisins,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×