Fara með krafti inn í skemmtanalífið eftir andlitslyftingu Bjarki Sigurðsson skrifar 30. nóvember 2022 17:06 Daníel Örn Einarsson er einn þeirra sem rekur nýjasta skemmtistað miðbæjarins, Exit. Vísir/Vilhelm Skemmtistaðurinn Exit var opnaður við Austurstræti þann 11. nóvember þar sem annar skemmtistaður 203 Club var áður til húsa. Eigandi staðarins segir að staðurinn sé allt annar þrátt fyrir smávægilegar breytingar. Daníel Örn Einarsson er einn þeirra sem rekur Exit en hann kom einnig að rekstri 203 Club. Í samtali við fréttastofu segir hann staðinn hafa fengið ákveðna andlitslyftingu í breytingunum. „Það sem við gerðum er að við settum ný ljós og spegla, máluðum og fleira. Þetta er góð breyting. Staðurinn opnast vel og mikið. Þetta er ekki eins og sami staðurinn þegar þú labbar inn núna. Það má segja að það hafi verið blásið nýju lífi í staðinn. Við settum smá bótox í staðinn,“ segir Daníel kankvíslega. Passar vel inn í flóruna 203 Club var lokað þann 7. október og var Exit opnaður 11. nóvember, rúmum mánuði síðar. Nafnið á staðnum á sér enga sérstaka sögu að sögn Daníels. „Ég eiginlega skaut því út í loftið. Það mallaði í hausnum á okkur í nokkrar vikur og svo var það eiginlega bara ákveðið að negla nafnið. Mér finnst þetta helvíti flott nafn. Passar vel inni í flóruna af nöfnum í miðbænum,“ segir Daníel. Staðurinn verður eins og aðrir hefðbundnir skemmtistaðir, hægt að kaupa drykki, flöskuborð, dansa og hafa gaman. Aldurstakmark á staðinn er 22 ára en eigendurnir fara inn í verkefnið af fullum krafti. Sami hópur rak skemmtistaðinn Spot í Kópavogi sem var lokað fyrr í haust. „Eftir að við lokuðum Spot ákváðum við að fara svolítið í þessa stemningu. Við förum vel af krafti í þennan stað. Svo erum við með efri hæð sem hefur verið í útleigu fyrir einkaviðburði. Til fyrirtækja og fleira. Það eru afmæli, veislur og aðrir viðburðir. Við höfum haldið áttatíu ára afmæli, brúðkaup og allt heila klabbið,“ segir Daníel. Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir 203 Club lokað og Exit tekur við Skemmtistaðnum 203 Club sem staðsettur var við Austurstræti 3 hefur verið lokað. Þess í stað hefur annar skemmtistaður, Exit, opnað í húsnæðinu. 30. nóvember 2022 10:42 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Daníel Örn Einarsson er einn þeirra sem rekur Exit en hann kom einnig að rekstri 203 Club. Í samtali við fréttastofu segir hann staðinn hafa fengið ákveðna andlitslyftingu í breytingunum. „Það sem við gerðum er að við settum ný ljós og spegla, máluðum og fleira. Þetta er góð breyting. Staðurinn opnast vel og mikið. Þetta er ekki eins og sami staðurinn þegar þú labbar inn núna. Það má segja að það hafi verið blásið nýju lífi í staðinn. Við settum smá bótox í staðinn,“ segir Daníel kankvíslega. Passar vel inn í flóruna 203 Club var lokað þann 7. október og var Exit opnaður 11. nóvember, rúmum mánuði síðar. Nafnið á staðnum á sér enga sérstaka sögu að sögn Daníels. „Ég eiginlega skaut því út í loftið. Það mallaði í hausnum á okkur í nokkrar vikur og svo var það eiginlega bara ákveðið að negla nafnið. Mér finnst þetta helvíti flott nafn. Passar vel inni í flóruna af nöfnum í miðbænum,“ segir Daníel. Staðurinn verður eins og aðrir hefðbundnir skemmtistaðir, hægt að kaupa drykki, flöskuborð, dansa og hafa gaman. Aldurstakmark á staðinn er 22 ára en eigendurnir fara inn í verkefnið af fullum krafti. Sami hópur rak skemmtistaðinn Spot í Kópavogi sem var lokað fyrr í haust. „Eftir að við lokuðum Spot ákváðum við að fara svolítið í þessa stemningu. Við förum vel af krafti í þennan stað. Svo erum við með efri hæð sem hefur verið í útleigu fyrir einkaviðburði. Til fyrirtækja og fleira. Það eru afmæli, veislur og aðrir viðburðir. Við höfum haldið áttatíu ára afmæli, brúðkaup og allt heila klabbið,“ segir Daníel.
Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir 203 Club lokað og Exit tekur við Skemmtistaðnum 203 Club sem staðsettur var við Austurstræti 3 hefur verið lokað. Þess í stað hefur annar skemmtistaður, Exit, opnað í húsnæðinu. 30. nóvember 2022 10:42 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
203 Club lokað og Exit tekur við Skemmtistaðnum 203 Club sem staðsettur var við Austurstræti 3 hefur verið lokað. Þess í stað hefur annar skemmtistaður, Exit, opnað í húsnæðinu. 30. nóvember 2022 10:42