Viðskipti innlent

Ráðin í starf sam­skipta­stjóra Garða­bæjar

Atli Ísleifsson skrifar
Ásta Sigrún Magnúsdóttir.
Ásta Sigrún Magnúsdóttir. Garðabær

Ásta Sigrún Magnúsdóttir hefur verið ráðin í nýtt starf samskiptastjóra Garðabæjar sem var auglýst fyrr í haust.

Fram kemur í tilkynningu að í starfi samskiptastjóra felist meðal annars upplýsingagjöf til íbúa, starfsmanna og annarra þeirra aðila sem sveitarfélagið sé í samskiptum við. 

„Helstu markmið starfsins eru að efla almannatengsl, samskiptastjórnun, traust og orðspor, ásamt því að auka sýnileika og fanga sérstöðu bæjarins.

Ásta Sigrún er með MA. próf í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands, BA. í fjölmiðla- og menningarfræði frá Queen Margaret University Edinborg. Ásta Sigrún hefur starfað frá árinu 2019 í Stjórnarráði Íslands sem upplýsingafulltrúi menningar- og viðskiptaráðuneytisins en áður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Ásta Sigrún starfaði hjá Eftirlitsstofnun EFTA sem upplýsingafulltrúi og staðgengill samskiptastjóra frá árinu 2017 – 2019. Á árunum 2011 – 2016 starfaði Ásta Sigrún sem blaðamaður hjá DV og sem varafréttastjóri síðustu tvö árin.

Alls bárust 44 umsóknir um starfið. Ásta Sigrún kemur til starfa hjá Garðabæ í byrjun árs 2023,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.