Jól

Helvítis jólakokkurinn: Djúsi kofareykt hangilæri með uppstúf, kartöflum og bökuðum lauk

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Þættirnir Helvítis jólakokkurinn verða sýndir vikulega á Vísi og Stöð 2+ fram að jólum.
Þættirnir Helvítis jólakokkurinn verða sýndir vikulega á Vísi og Stöð 2+ fram að jólum. Stöð 2

Ívar Örn Hansen, betur þekktur sem Helvítis kokkurinn, er kominn í jólaskap. Hann ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ fram á jólum. 

Matreiðsluþátturinn Helvítis jólakokkurinn verður sýndur vikulega fram að jólum. Líkt og fyrri þættir Ívars eru þeir fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat.  Fyrsta þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en uppskriftirnar má finna neðar í fréttinni. 

Klippa: Helvítis jólakokkurinn - Djúsi kofareykt hangilæri með uppstúf, kartöflum og bökuðum lauk

Djúsi kofareykt hangilæri 

  • 1 Kofareykt hangilæri frá Kjarnafæði
  • Vatn

Aðferð:

  1. Setjið hangilæri í pott , látið fljóta yfir með köldu vatni, setjið pott á eldavél og sjóðið varlega í 45 mín.
  2. Takið pott af eldavél og leggið til hliðar með lokið á.
  3. Láta standa í potti með loki á í 24 klst , takið úr vökva og skerið í fallegar sneiðar.
  4. Pakkið kjöti í smjörpappír og álpappír til að geyma í kæli

Sýrðar rauðrófur með anis

  • 1 stór rauðrófa skorinn í teninga
  • 3 dl eplaedik
  • 2 dl vatn
  • 1 dl sykur
  • 1 tsk salt
  • 2-3 Kanilstangir
  • 1 msk Piparkorn

Aðferð:

  1. Sjóðið saman allt nema rauðrófur í 10 mín á rólegum hita. 
  2. Skerið rauðrófur í tenginga og sjóðið í 10 mínútur. 
  3. Slökkvið undir potti og geymið til hliðar.

Uppstúfur

  • 1 msk smjör
  • 2 msk hveiti
  • 350 ml mjólk
  • Pipar
  • Salt
  • múskat á hnífsoddi
  • 1 msk sykur
  • ½ dós grænar baunir
  • 900 gr forsoðnar kartöflur
  • vatn

Aðferð:

  1. Setjið smjörið í pott og bræðið. Hrærið hveiti saman við og myndið smjörbollu. 
  2. Hellið mjólk rólega útí og hrærið stöðugt. 
  3. Sjóðið í 2-3 mín og bætið svo sykri og múskati útí. 
  4. Bragðbætið með salti og pipar. 
  5. Hitið kartöflur í vatni eða í örbylgjuofni, hellið vökva frá og blandið kartöflum og baunum út í. 
  6. Hitið aðeins fyrir mat.

Bakaður laukur í rauðrófusýru

  • 3 rauðlaukar
  • Sýrusafi af rauðrófum

Aðferð:

  1. Setjið bökunarpappír í ofnskúffu. 
  2. Skerið lauk í helming og leggið í fatið, skurðinn niður. 
  3. Hellið sýrusafanum yfir lauk og bakið á 175°í 30 mín.

Alla eldri þætti frá Helvítis kokkinum má finna á Stöð 2 + og hér á Vísi.








×