Fjárlög ekki auðveldað kjaraviðræður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2022 13:28 Kristrún segir ríkisstjórnina ekki hafa skapað gott umhverfi fyrir kjaraviðræður. Vísir Formaður Samfylkingarinnar segir ummæli seðlabankastjóra og annarra valdamanna um stöðu almennings í landinu hafa farið illa í fólk, enda erfiðir tímar hjá mörgum Íslendingum. Rikisstjórnin hafi ekki auðveldað umhverfið fyrir kjaraviðræður. Seðlabankinn hækkaði í liðinni viku stýrivexti úr 5,75 prósentum upp í sex prósent. Hækkunin fór illa í forystufólk verkalýðshreyfinganna og VR sleit í kjölfarið kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þá hefur umræða um neyslugleði Íslendinga á fundi Peningastefnundnefndar verið harðlega gagnrýnd, til dæmis ummæli seðlabankastjóra ð tíðar myndir Íslendinga á tenerife í haust væri merki um kröftuga einkaneyslu. „Óháð ákvörðuninni per se þá held ég að skipti máli að fólk sem er í svona stöðu eins og seðlabankastjóri átti sig á viðkvæmni stöðunnar sem uppi er. Þetta eru erfiðir tímar fyrir mjög marga á Íslandi og ég held að sá boðskapur sem var sendur út af sumum af þessum vaxtaákvarðanafundur um að fólk væri bara að hafa gott og gaman og væri á Tene, væru ekki til þess fallinn að auka stemninguna í samfélaginu,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ónærgætin ummæli á fundum Peningastefnunefndar hafi frekar farið fyrir brjóstið á fólki en vaxahækkunin sjálf. Ríkisstjórnin beri ábyrgð að einhverju leiti en fjárlög hafi að hennar mati ekki verið hjápleg í kjaraviðræðum. „Þar erum við ekki að sjá neina aðstoð við þessa hópa sem er núna verið að kalla eftir að sé stutt við. Það er verið að ráðast í almennar gjalddskrárhækkanir, það er ekki snert við tekjustofnum þar sem mikið svigrúm er til staðar. Vaxtabætur standa í stað, barnabætur standa í stað. Uppleggið fyrir haustið var ekki gott,“ segir Kristrún. Viðskiptaráðherra segist skilja aðgerðir Seðlabankans en tekur undir að ákveðin ummæli hafi verið ónærgætin. Rétt sé að vaxtahækkanir komi mest niður á lágtekjuhópum og ungum. Hins vegar sé ekki rétt að ríkisstjórnin hafi ekki gert nóg. „Bara Covid-aðgerðir eru 480 milljarðar. Ef það er eitthvað sem við berum frekar ábyrgð á er að allir ríkissjóðir heimsins, Kristrún vildi það líka á sínum tíma, fóru í að aðstoða. Núna er það okkar hlutverk að ná verðbólgunni niður, helst hratt og örugglega án þess að skemma of mikið í kring um sig,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra. Umræðurnar má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Kjaramál Seðlabankinn Efnahagsmál Sprengisandur Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Seðlabankinn hækkaði í liðinni viku stýrivexti úr 5,75 prósentum upp í sex prósent. Hækkunin fór illa í forystufólk verkalýðshreyfinganna og VR sleit í kjölfarið kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þá hefur umræða um neyslugleði Íslendinga á fundi Peningastefnundnefndar verið harðlega gagnrýnd, til dæmis ummæli seðlabankastjóra ð tíðar myndir Íslendinga á tenerife í haust væri merki um kröftuga einkaneyslu. „Óháð ákvörðuninni per se þá held ég að skipti máli að fólk sem er í svona stöðu eins og seðlabankastjóri átti sig á viðkvæmni stöðunnar sem uppi er. Þetta eru erfiðir tímar fyrir mjög marga á Íslandi og ég held að sá boðskapur sem var sendur út af sumum af þessum vaxtaákvarðanafundur um að fólk væri bara að hafa gott og gaman og væri á Tene, væru ekki til þess fallinn að auka stemninguna í samfélaginu,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ónærgætin ummæli á fundum Peningastefnunefndar hafi frekar farið fyrir brjóstið á fólki en vaxahækkunin sjálf. Ríkisstjórnin beri ábyrgð að einhverju leiti en fjárlög hafi að hennar mati ekki verið hjápleg í kjaraviðræðum. „Þar erum við ekki að sjá neina aðstoð við þessa hópa sem er núna verið að kalla eftir að sé stutt við. Það er verið að ráðast í almennar gjalddskrárhækkanir, það er ekki snert við tekjustofnum þar sem mikið svigrúm er til staðar. Vaxtabætur standa í stað, barnabætur standa í stað. Uppleggið fyrir haustið var ekki gott,“ segir Kristrún. Viðskiptaráðherra segist skilja aðgerðir Seðlabankans en tekur undir að ákveðin ummæli hafi verið ónærgætin. Rétt sé að vaxtahækkanir komi mest niður á lágtekjuhópum og ungum. Hins vegar sé ekki rétt að ríkisstjórnin hafi ekki gert nóg. „Bara Covid-aðgerðir eru 480 milljarðar. Ef það er eitthvað sem við berum frekar ábyrgð á er að allir ríkissjóðir heimsins, Kristrún vildi það líka á sínum tíma, fóru í að aðstoða. Núna er það okkar hlutverk að ná verðbólgunni niður, helst hratt og örugglega án þess að skemma of mikið í kring um sig,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra. Umræðurnar má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Kjaramál Seðlabankinn Efnahagsmál Sprengisandur Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira