Innherji

Vísir form­lega hluti af sam­stæðu Síldar­vinnslunnar í desember

Þórður Gunnarsson skrifar
Samstarf skipa Síldarvinnslunnar um veiði og löndun á uppsjávartegundum hefur gefist vel.
Samstarf skipa Síldarvinnslunnar um veiði og löndun á uppsjávartegundum hefur gefist vel. KMU

Vísir hf. í Grindavík og dótturfélög verða formlega hluti af samstæðu Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað frá og með 1. desember næstkomandi. Þetta kemur fram í uppgjöri Síldarvinnslunnar fyrir þriðja ársfjórðung sem var birt rétt í þessu.

Reksturs Vísis mun því gæta í uppgjöri Síldarvinnslunnar fyrir yfirstandandi fjórðung. Kaupverð Síldarvinnslunnar á öllu hlutafé Vísi var um 20 milljarðar króna til viðbótar við yfirtöku skulda upp á um 11 milljarða. Áætlað er að kaupverðið verði fjármagnað að stærstum hluta með afhendingu á bréfum í Síldarvinnslunni, en 30 prósent verða greidd með reiðufé. 

„Endanlegt kaupverð miðast þó við gengi á hlutabréfum í Síldarvinnslunni við afhendingu þeirra til seljanda (hluthafa Vísis),“ segir í skýringum með uppgjöri Síldarvinnslunnar.

EBITDA-hlutfall stöðugt milli ára

Rekstrarhagnaður Síldarvinnslunnar fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði (EBITDA) á þriðja ársfjórðungi nam 28,2 milljónum Bandaríkjadala, eða tæplega 36 prósent af rekstrartekjum. Á sama ársfjórðungi árið 2021 var EBITDA 27 milljónir Bandaríkjadala USD eða 37,5 prósent af rekstrartekjum.

Hagnaður á fyrstu níu mánuðum ársins dregst saman milli ára og nam 62,8 milljónum Bandaríkjadala, samanborið við tæpar 70 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári.


Tengdar fréttir

Síldarvinnslan blæs til sóknar og samlegðar

Kaup Síldarvinnslunnar á Vísi eru um margt merkileg. Ekki aðeins vegna stærðargráðunnar – heildarkaupverðið nemur 31 milljarði að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda að upphæð 11 milljarða – heldur eins að þau eru að meirihluta (70%) fjármögnuð með hlutabréfum í Síldarvinnslunni. Eigendur Vísis munu þannig verða fimmti stærsti hluthafinn í útgerðarrisanum fyrir austan með liðlega 8,5 prósenta hlut þegar viðskiptin klárast.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×