Skýrslan stendur óhögguð þrátt fyrir gagnrýni Bankasýslunnar Kjartan Kjartansson skrifar 24. nóvember 2022 12:00 Bankasýslan hefur gagnrýnt skýrslu ríkisendurskoðunar um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka í vor. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun segir að skýrsla hennar um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka standi óhögguð þrátt fyrir gagnrýni Bankasýslu ríkisins og annarra. Tekið hafi verið tillit til atriða sem Bankasýslan gerði athugasemdir við í umsagnarferli skýrslunnar. Bankasýslan birti tugi blaðsíðna af athugasemdum við skýrslu ríkisendurskoðunar í síðustu viku. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri hennar, sakaði ríkisendurskoðun meðal annars um að skorta þekkingu og mannskap til þess að taka slíka skýrslu saman en Lárus Blöndal, formaður stjórnar bankasýslunnar, sagði stofnunina gera úlfalda úr mýflugu með gagnrýni sinni á söluferlið. Í yfirlýsingu sem ríkisendurskoðun sendi frá sér í dag segir að við vinnslu og umsagnarferli skýrslunnar hafi upplýsingar og athugasemdir sem komu fram af hálfu Bankasýslu ríkisins verið hafðar til hliðsjónar og tillit tekið til atriða sem embættinu þótti eiga rétt á sér og vörðuðu efni skýrslunnar og afmörkun hennar. „Skýrslan stendur því óhögguð þrátt fyrir þá greinargerð sem Bankasýslan birti 16. nóvember sl. og þær athugasemdir sem stofnunin hefur kosið að gera að umfjöllunarefni eftir birtingu hennar,“ segir í yfirlýsingunni. Vísar ríkisendurskoðun einnig til þess að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hafi sagt að engin ástæða væri til að draga í efa hæfni eða færni stofnunarinnar til þess að fjalla um málið þegar hann kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í gær. Enginn misskilningur um þátt Excel-skjals Þá segist ríkisendurskoðun hafna aðdróttunum ákveðinna fjölmiðla um að annarleg sjónarmið hafi ráðið för við úttektarvinnu embættisins. Meðal annars hafi verið fullyrt að umfjöllun hennar um tilboðabók söluferlisins hafi byggst á misskilningi en það væri rangt. Í skýrslu ríkisendurskoðunar komi fram að svör Bankasýslu ríkisins til bæði embættisins og Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands í maí hafi byggt á Excel-skjali sem innihélt marga annmarka en ekki uppfærðri og villulausri útgáfu þess. „Bankasýslan áttaði sig ekki á þeirri staðreynd fyrr en í umsagnarferli úttektarinnar í október sl. Gögn málsins sýna svo ekki verður um villst að Bankasýslan var, líkt og kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar, ekki að fullu meðvituð um rauneftirspurn fjárfesta þegar ákvörðun um leiðbeinandi lokaverð var tekin að kvöldi 22. mars sl. Ekki er um neinn misskilning af hálfu Ríkisendurskoðunar að ræða,“ segir í yfirlýsingunni. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Segir úlfalda gerðan úr mýflugu í skýrslu Ríkisendurskoðunar Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins segir sýsluna ekki vera sammála þeim sjónarmiðum sem komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Verið sé að gera úlfalda úr mýflugu hvað suma annmarka varðar. Söluna hefði einnig mátt kynna betur fyrir almenningi. 16. nóvember 2022 15:30 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Bankasýslan birti tugi blaðsíðna af athugasemdum við skýrslu ríkisendurskoðunar í síðustu viku. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri hennar, sakaði ríkisendurskoðun meðal annars um að skorta þekkingu og mannskap til þess að taka slíka skýrslu saman en Lárus Blöndal, formaður stjórnar bankasýslunnar, sagði stofnunina gera úlfalda úr mýflugu með gagnrýni sinni á söluferlið. Í yfirlýsingu sem ríkisendurskoðun sendi frá sér í dag segir að við vinnslu og umsagnarferli skýrslunnar hafi upplýsingar og athugasemdir sem komu fram af hálfu Bankasýslu ríkisins verið hafðar til hliðsjónar og tillit tekið til atriða sem embættinu þótti eiga rétt á sér og vörðuðu efni skýrslunnar og afmörkun hennar. „Skýrslan stendur því óhögguð þrátt fyrir þá greinargerð sem Bankasýslan birti 16. nóvember sl. og þær athugasemdir sem stofnunin hefur kosið að gera að umfjöllunarefni eftir birtingu hennar,“ segir í yfirlýsingunni. Vísar ríkisendurskoðun einnig til þess að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hafi sagt að engin ástæða væri til að draga í efa hæfni eða færni stofnunarinnar til þess að fjalla um málið þegar hann kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í gær. Enginn misskilningur um þátt Excel-skjals Þá segist ríkisendurskoðun hafna aðdróttunum ákveðinna fjölmiðla um að annarleg sjónarmið hafi ráðið för við úttektarvinnu embættisins. Meðal annars hafi verið fullyrt að umfjöllun hennar um tilboðabók söluferlisins hafi byggst á misskilningi en það væri rangt. Í skýrslu ríkisendurskoðunar komi fram að svör Bankasýslu ríkisins til bæði embættisins og Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands í maí hafi byggt á Excel-skjali sem innihélt marga annmarka en ekki uppfærðri og villulausri útgáfu þess. „Bankasýslan áttaði sig ekki á þeirri staðreynd fyrr en í umsagnarferli úttektarinnar í október sl. Gögn málsins sýna svo ekki verður um villst að Bankasýslan var, líkt og kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar, ekki að fullu meðvituð um rauneftirspurn fjárfesta þegar ákvörðun um leiðbeinandi lokaverð var tekin að kvöldi 22. mars sl. Ekki er um neinn misskilning af hálfu Ríkisendurskoðunar að ræða,“ segir í yfirlýsingunni.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Segir úlfalda gerðan úr mýflugu í skýrslu Ríkisendurskoðunar Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins segir sýsluna ekki vera sammála þeim sjónarmiðum sem komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Verið sé að gera úlfalda úr mýflugu hvað suma annmarka varðar. Söluna hefði einnig mátt kynna betur fyrir almenningi. 16. nóvember 2022 15:30 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Segir úlfalda gerðan úr mýflugu í skýrslu Ríkisendurskoðunar Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins segir sýsluna ekki vera sammála þeim sjónarmiðum sem komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Verið sé að gera úlfalda úr mýflugu hvað suma annmarka varðar. Söluna hefði einnig mátt kynna betur fyrir almenningi. 16. nóvember 2022 15:30