Halldór og Róbert slíðra sverðin Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2022 12:18 Halldór Kristmannsson (t.v.) og Róbert Wessman (t.h.). Sá fyrrnefndi sakaði þann síðarnefnda um alvarleg brot í bréfi sem hann skrifaði Alvogen í fyrra. Sættir hafa náðst á milli lyfjafyrirtækisins Alvogen og Halldórs Kristmannssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, sem bar Róbert Wessman forstjóra þess þungum sökum í fyrra. Alvogen féll frá málsókn gegn Halldóri sem segist nú ekki lengur hafa stöðu uppljóstrara. Halldór skrifaði stjórn Alvogen bréf þar sem hann sakaði Róbert um að hafa beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og meintum óvildarmönnum lífláti í mars í fyrra. Vildi hann að stjórnin viki Róberti úr starfi forstjóra. Hélt Halldór því fram að hann hefði stigið fram sem uppljóstrari innan Alvogen og Alvotech. Alvogen stefndi Halldóri fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og átti málflutningur að hefjast í haust. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu í dag segir að sættir hafi náðst í málinu og að það hafi fallið frá málsókninni í kjölfarið. Halldór muni loka vefsíðu sem hann hefur haldið úti með ásökunum sínum. Hann hafi jafnframt lýst því yfir að hann hafi ekki stöðu uppljóstrara í neinni lögsögu. „Jafnframt hefur hann lýst því yfir að hann uni þeirri niðurstöðu stjórnar að lýsa yfir trausti til Róberts í kjölfar rannsóknarinnar,“ segir í yfirlýsingu Alvogen en þar vísar fyrirtækið til rannsóknar óháðra sérfræðinga á ásökunum Halldórs um starfshætti Róberts. Halldór segir í skriflegu erindi til Vísis að samkomulagið sé á milli hans og Alvogen í Bandaríkjunum og að það feli í sér fjárhagsuppgjör. Alvogen hafi greitt honum laun, áunna kaupauka og útlagðan lögmannskostnað. Að öðru leyti ríki trúnaður um samkomulagið. Halldór segist í dag búsettur í Sviss ásamt fjölskyldu sinni þar sem sinni fjárfestingum. Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Alvotech Tengdar fréttir Halldór þarf ekki að leggja fram tölvupósta og greinagerð Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, þarf ekki að verða við dómkröfu Björgólfs Thors um að leggja fram tugi tölvupósta, greinargerð og önnur dómsskjöl í máli Alvogen gegn Halldóri. Björgólfur stendur nú í málaferlum vegna falls Landsbankans árið 2008 og gerði kröfuna í tengslum við þau skaðabótamál. 11. júlí 2022 15:53 Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. 8. júní 2022 18:26 Halldór segir lánið frá Fossum tengjast ótengdu og ónefndu verkefni Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, gagnrýnir fréttaflutning Vísis um fasteign hans og viðskipti við Fossa ehf. og segir umfjöllunina „í öllum aðalatriðum ranga“ og byggða á „órökstuddum vangaveltum.“ 16. nóvember 2021 13:50 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Halldór skrifaði stjórn Alvogen bréf þar sem hann sakaði Róbert um að hafa beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og meintum óvildarmönnum lífláti í mars í fyrra. Vildi hann að stjórnin viki Róberti úr starfi forstjóra. Hélt Halldór því fram að hann hefði stigið fram sem uppljóstrari innan Alvogen og Alvotech. Alvogen stefndi Halldóri fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og átti málflutningur að hefjast í haust. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu í dag segir að sættir hafi náðst í málinu og að það hafi fallið frá málsókninni í kjölfarið. Halldór muni loka vefsíðu sem hann hefur haldið úti með ásökunum sínum. Hann hafi jafnframt lýst því yfir að hann hafi ekki stöðu uppljóstrara í neinni lögsögu. „Jafnframt hefur hann lýst því yfir að hann uni þeirri niðurstöðu stjórnar að lýsa yfir trausti til Róberts í kjölfar rannsóknarinnar,“ segir í yfirlýsingu Alvogen en þar vísar fyrirtækið til rannsóknar óháðra sérfræðinga á ásökunum Halldórs um starfshætti Róberts. Halldór segir í skriflegu erindi til Vísis að samkomulagið sé á milli hans og Alvogen í Bandaríkjunum og að það feli í sér fjárhagsuppgjör. Alvogen hafi greitt honum laun, áunna kaupauka og útlagðan lögmannskostnað. Að öðru leyti ríki trúnaður um samkomulagið. Halldór segist í dag búsettur í Sviss ásamt fjölskyldu sinni þar sem sinni fjárfestingum.
Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Alvotech Tengdar fréttir Halldór þarf ekki að leggja fram tölvupósta og greinagerð Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, þarf ekki að verða við dómkröfu Björgólfs Thors um að leggja fram tugi tölvupósta, greinargerð og önnur dómsskjöl í máli Alvogen gegn Halldóri. Björgólfur stendur nú í málaferlum vegna falls Landsbankans árið 2008 og gerði kröfuna í tengslum við þau skaðabótamál. 11. júlí 2022 15:53 Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. 8. júní 2022 18:26 Halldór segir lánið frá Fossum tengjast ótengdu og ónefndu verkefni Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, gagnrýnir fréttaflutning Vísis um fasteign hans og viðskipti við Fossa ehf. og segir umfjöllunina „í öllum aðalatriðum ranga“ og byggða á „órökstuddum vangaveltum.“ 16. nóvember 2021 13:50 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Halldór þarf ekki að leggja fram tölvupósta og greinagerð Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, þarf ekki að verða við dómkröfu Björgólfs Thors um að leggja fram tugi tölvupósta, greinargerð og önnur dómsskjöl í máli Alvogen gegn Halldóri. Björgólfur stendur nú í málaferlum vegna falls Landsbankans árið 2008 og gerði kröfuna í tengslum við þau skaðabótamál. 11. júlí 2022 15:53
Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. 8. júní 2022 18:26
Halldór segir lánið frá Fossum tengjast ótengdu og ónefndu verkefni Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, gagnrýnir fréttaflutning Vísis um fasteign hans og viðskipti við Fossa ehf. og segir umfjöllunina „í öllum aðalatriðum ranga“ og byggða á „órökstuddum vangaveltum.“ 16. nóvember 2021 13:50