Viðskipti innlent

Ráðin birtingar­stjóri hjá Datera

Atli Ísleifsson skrifar
Ragnhildur Guðmundsdóttir.
Ragnhildur Guðmundsdóttir. Aðsend

Ragnhildur Guðmundsdóttir hefur verið ráðin birtingastjóri birtinga- og ráðgjafafyrirtækisins Datera. 

Í tilkynningu kemur fram að Ragnhildur muni veita ráðgjöf og stýra birtingum fyrir viðskiptavini Datera á innlendum miðlum auk þess að hámarka árangur þeirra með samþættingu við erlenda miðla.

„Ragnhildur hefur góða reynslu af markaðs- og birtingastörfum ásamt rekstri og fjármálum. Hún kemur til Datera frá Sýn þar sem hún starfaði sem viðskipta- og verkefnastjóri í auglýsingadeild síðastliðin þrjú ár. Áður stofnaði hún og rak verslanirnar Maí og Apríl skór í Garðabæ. Ragnhildur er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni. 

Um Datera segir að það sé alhliða birtingahús sem sérhæfi sig í stjórnun árangursríkra og gagnadrifinna herferða, uppsetningu sjálfvirkra auglýsingaherferða, leitarvélabestun og alhliða ráðgjöf í markaðsmálum. Hjá fyrirtækinu starfa nú alls ellefu sérfræðingar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.