FTX var ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heimsJakub Porzycki/NurPhoto via Getty Images
Hið fallna rafmyntafyrirtæki FTX skuldar fimmtíu stærstu lánadrottnum nærri þrjá milljarða dollara, andvirði um 430 milljarða íslenska króna.
FTX var ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims en fyrirtækið hrundi eins og spilaborg þegar viðskiptavinir gerðu nokkurs konar áhlaup og vildu skipta rafmyntum sínum út fyrir „hefðbundna“ mynt. Lausafjárþurrðin leiddi til þess að FTX var á endanum tekið til gjaldþrotameðferðar í þarsíðustu viku.
Í gögnum sem birt hafa verið í tengslum við gjaldþrotameðferðina kemur fram að FTX skuldi fimmtíu stærstu lánadrottnum sínum þrjá milljarða dollara. Sé hringurinn þrengdur niður í tíu stærstu lánadrottna fyrirtækisins nemur upphæðin 1,45 milljörðum dollara, um 200 milljörðum króna.
Greint hefur verið frá því að allt að milljón kröfuhafar gætu verið í þrotabú FTX þegar það verður tekið til gjaldþrotaskipta. Bandarísk yfirvöld rannsaka hvort að fyrirtækið hafi brotið þarlend lög um verðbréf.
Ekkert þeirra íslensku fyrirtækja sem bjóða upp á fjárfestingar í rafmyntum samkvæmt heimild og undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins voru í viðskiptum við rafmyntakauphöllina FTX. Fyrir helgi óskaði FTX eftir gjaldþrotaskiptum fyrir dómstóli í Bandaríkjunum, að því er kom fram í frétt Innherja á dögunum.
Nýr forstjóri fallna rafmyntarfyrirtækisins FTX segist aldrei hafa séð aðra eins óstjórn og þá sem átti sér stað hjá félaginu. Hann átti engu að síður þátt í að greiða úr flækjunni eftir fall Enron sem er talið eitt subbulegasta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna.
Fjárfestir í rafmyntakauphöllinni FTX hefur stefnt fyrrverandi forstjóra og stofnenda hennar, Sam Bankman-Fried, og ellefu stjörnum sem auglýstu kauphöllina. Sá sem stefnir kauphöllinni segir þau kærðu hafa valdið því að fólk tapaði milljörðum dollara.
Ekkert þeirra íslensku fyrirtækja sem bjóða upp á fjárfestingar í rafmyntum samkvæmt heimild og undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins voru í viðskiptum við rafmyntakauphöllina FTX. Fyrir helgi óskaði FTX eftir gjaldþrotaskiptum fyrir dómstóli í Bandaríkjunum.
Hrakfarir rafmyntarkauphallarinnar FTX sem varð fyrir áhlaupi innistæðueigenda í vikunni halda áfram. Yfirvöld á Bahamaeyjum frystu eignir dótturfélags FTX og þá berast fréttir af því að bandarísk yfirvöld rannsaki möguleg lögbrot stofnanda félagsins.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.