Hampiðjan stefnir á aðalmarkað eftir kaup á norsku félagi Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2022 09:22 Hjörtur Erlendsson er forstjóri Hampiðjunnar. Hampiðjan Hampiðjan hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í norska félaginu Mørenot sem er sagt leiðandi framleiðandi á lausnum fyrir sjávarútveg, fiskeldi og olíuiðnað. Stefnt er að því að hlutabréf í Hampiðjunni verði tekin til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi á næsta ári, en bréfin eru nú skráð á First North-markaðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hampiðjunni til Kauphallarinnar. Þar segir að Mørenot sé alþjóðlegt fyrirtæki með starfsstöðvar á um þrjátíu stöðum víðs vegar um heiminn. Fram kemur að kaupverðið verði að mestu greitt með hlutabréfum í Hampiðjunni, en seljendur muni fá afhenta um 51 milljón hluti í Hampiðjunni og sé miðað við gengið 112 krónur á hlut í þeim útreikningi. Sé það 20,4 prósent hærra en gengi hlutabréfanna við lokun markaða í gær. „Undirritun kaupsamningsins er gerð í kjölfar áreiðanleikakannana sem nú er lokið. Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlita Íslands, Grænlands og Færeyja. Kaupsamningurinn er einnig gerður með fyrirvara um að hluthafafundur Hampiðjunnar samþykki heimild til stjórnar Hampiðjunnar um útgáfu nýrra hluta til greiðslu kaupverðsins og að núverandi hluthafar Hampiðjunnar falli frá forgangsrétti til hinna nýju hluta,“ segir í tilkynningunni. Velta Mørenot á árinu 2021 nam 129 milljónum evra og nam EBITDA 10 milljónum evra. Heildareignir Mørenot námu um 181 milljónum evra í árslok 2021 aðlagað að IFRS og eigið fé félagsins nam um 58,6 milljónum evra. Heildarskuldir félagsins nema um 122,4 milljónum evra og er eiginfjárhlutfall félagsins því 32,4 prósent. Ennfremur segir að Mørenot og Hampiðjan séu að mörgu leyti lík félög því bæði félögin framleiði, selji og þjónusta veiðarfæri og búnað til fiskeldis ásamt því að framleiða ofurtóg fyrir olíuiðnað og uppsetningar á vindmyllum á hafi úti. Vöruúrvalið sé þó mismunandi og bæti félögin hvort annað upp á mörgum sviðum. Heppileg viðbót Haft er eftir Hirti Erlendssyni, forstjóra Hampiðjunnar, að Mørenot sé félag sem Hampiðjan hafi lengi litið á sem heppilega viðbót við samstæðuna. „Landfræðileg dreifing og vöruúrval félaganna fara afskaplega vel saman og koma þau til með að styrkja hvort annað verulega á ýmsum sviðum. Miklir möguleikar felast í að ná fram samlegðaráhrifum með hagræðingu og samþættingu, ásamt því að auka vörusölu á þeim svæðum sem fyrirtækin, hvort um sig, hafa ekki haft góðan aðgang að. Það gildir einu hvort horft er á veiðarfæri, fiskeldisvörur og þjónustu við fiskeldið eða hátæknitóg fyrir olíuiðnað því það sama á við öll þessi svið hvað tækifæri framtíðarinnar varðar. Hampiðjan hefur verið leiðandi á veiðarfæramarkaði á heimsvísu og félagið talið það stærsta á heimsvísu innan þess geira. Með kaupunum styrkist sú staða umtalsvert og gefur okkur tækifæri til að enn frekari vaxtar. Við fögnum því að fá eigendur Mørenot inn í hluthafahóp okkar og að fá tækifæri til að fjölga hluthöfum enn frekar þegar við færum fyrirtækið af First North yfir á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi,“ segir Hjörtur. Um tvö þúsund starfsmenn Starfsmannafjöldi Hampiðjunnar er í dag um um 1.250 en 750 hjá Mørenot sem leiðir til þess að samanlagður starfsmannafjöldi verður um tvö þúsund manns í átján löndum. Nánar má lesa um málið í tilkynningu Hampiðjunnar til Kauphallarinnar. Kaup og sala fyrirtækja Hampiðjan Kauphöllin Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hampiðjunni til Kauphallarinnar. Þar segir að Mørenot sé alþjóðlegt fyrirtæki með starfsstöðvar á um þrjátíu stöðum víðs vegar um heiminn. Fram kemur að kaupverðið verði að mestu greitt með hlutabréfum í Hampiðjunni, en seljendur muni fá afhenta um 51 milljón hluti í Hampiðjunni og sé miðað við gengið 112 krónur á hlut í þeim útreikningi. Sé það 20,4 prósent hærra en gengi hlutabréfanna við lokun markaða í gær. „Undirritun kaupsamningsins er gerð í kjölfar áreiðanleikakannana sem nú er lokið. Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlita Íslands, Grænlands og Færeyja. Kaupsamningurinn er einnig gerður með fyrirvara um að hluthafafundur Hampiðjunnar samþykki heimild til stjórnar Hampiðjunnar um útgáfu nýrra hluta til greiðslu kaupverðsins og að núverandi hluthafar Hampiðjunnar falli frá forgangsrétti til hinna nýju hluta,“ segir í tilkynningunni. Velta Mørenot á árinu 2021 nam 129 milljónum evra og nam EBITDA 10 milljónum evra. Heildareignir Mørenot námu um 181 milljónum evra í árslok 2021 aðlagað að IFRS og eigið fé félagsins nam um 58,6 milljónum evra. Heildarskuldir félagsins nema um 122,4 milljónum evra og er eiginfjárhlutfall félagsins því 32,4 prósent. Ennfremur segir að Mørenot og Hampiðjan séu að mörgu leyti lík félög því bæði félögin framleiði, selji og þjónusta veiðarfæri og búnað til fiskeldis ásamt því að framleiða ofurtóg fyrir olíuiðnað og uppsetningar á vindmyllum á hafi úti. Vöruúrvalið sé þó mismunandi og bæti félögin hvort annað upp á mörgum sviðum. Heppileg viðbót Haft er eftir Hirti Erlendssyni, forstjóra Hampiðjunnar, að Mørenot sé félag sem Hampiðjan hafi lengi litið á sem heppilega viðbót við samstæðuna. „Landfræðileg dreifing og vöruúrval félaganna fara afskaplega vel saman og koma þau til með að styrkja hvort annað verulega á ýmsum sviðum. Miklir möguleikar felast í að ná fram samlegðaráhrifum með hagræðingu og samþættingu, ásamt því að auka vörusölu á þeim svæðum sem fyrirtækin, hvort um sig, hafa ekki haft góðan aðgang að. Það gildir einu hvort horft er á veiðarfæri, fiskeldisvörur og þjónustu við fiskeldið eða hátæknitóg fyrir olíuiðnað því það sama á við öll þessi svið hvað tækifæri framtíðarinnar varðar. Hampiðjan hefur verið leiðandi á veiðarfæramarkaði á heimsvísu og félagið talið það stærsta á heimsvísu innan þess geira. Með kaupunum styrkist sú staða umtalsvert og gefur okkur tækifæri til að enn frekari vaxtar. Við fögnum því að fá eigendur Mørenot inn í hluthafahóp okkar og að fá tækifæri til að fjölga hluthöfum enn frekar þegar við færum fyrirtækið af First North yfir á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi,“ segir Hjörtur. Um tvö þúsund starfsmenn Starfsmannafjöldi Hampiðjunnar er í dag um um 1.250 en 750 hjá Mørenot sem leiðir til þess að samanlagður starfsmannafjöldi verður um tvö þúsund manns í átján löndum. Nánar má lesa um málið í tilkynningu Hampiðjunnar til Kauphallarinnar.
Kaup og sala fyrirtækja Hampiðjan Kauphöllin Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira