„Mér finnst þetta hugrökk ákvörðun hjá henni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 14:00 Ásdís Þóra Ágústsdóttir er að komast aftur á flug með Selfossliðinu eftir erfið meiðsli. S2 Sport Ásdís Þóra Ágústsdóttir er að spila með Selfossliðinu í Olís deild kvenna í handbolta í vetur en hún kom þangað á láni frá Val. Ásdís Þóra var komin út í atvinnumennsku til Svíþjóðar en sleit krossband og varð að taka skref til baka á sínum ferli. Það er ekki mikill spilatími boði hjá geysisterku Valsliði og Ásdís Þóra fær því tækifæri til að spila sig aftur í gang með Selfossliðinu. Seinni bylgjan hrósar henni fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun en eins og flestir vita þá er faðir hennar, Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Valsliðsins. Er að reyna að finna sig aftur Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við Ásdísi Þóru eftir síðasta leik Selfossliðsins og sérfræðingar Seinni bylgjunnar ræddu svo þessa ákvörðun hjá þessum unga og öfluga leikstjórnanda. „Ég vil gera betur og er enn þá að reyna að komast í mitt gamla form. Bara reyna að finna mig aftur. Ég finn klárlega að það er á góðri leið,“ sagði Ásdís Þóra Ágústsdóttir meðal annars í viðtalinu. Ásdís Þóra var með 5 mörk og 4 stoðsendingar í leiknum í Eyjum. „Ég held að þetta sé hundrað prósent rétt sem hún gerði. Mér finnst þetta hugrökk ákvörðun hjá henni. Pabbi hennar er að þjálfa í Val og þetta hefur örugglega verið rætt vel,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Er ekki bara fínt að vera laus við hann,“ skaut Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, léttur inn í. Stór ákvörðun „Systir hennar er líka í Valsliðinu og þetta er alveg stór ákvörðun. Þetta var frábær leikur hjá henni. Hún er með mikla handboltahæfileika en lenti í erfiðum meiðslum. Ég held að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá henni að fara og spila á Selfossi. Ég vil sjá hana klára tímabilið á Selfossi,“ sagði Sigurlaug. „Ég er alveg þar því ég held að það séu fullt af tækifærum fyrir hana þarna. Sóknarleikurinn hjá Selfossi er mjög góður á köflum og stór partur er henni að þakka. Hún er svo frábær miðjumaður og nær að stjórna spilinu vel, dreifa spilinu og hjálpa hinum líka,“ sagði Sigurlaug. Gæðin í sendingunum „Þú sérð líka bara gæðin í sendingunum hjá henni. Hún er að láta boltann detta inn á línu, senda no-look og bomba honum niður í hornin,“ sagði Einar sem er sammála Sigurlaugu um að Ásdís eigi að klára tímabilið með Selfossliðinu. Það má sjá allt spjallið um Ásdísi Þóru hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Ásdís Þóra og ákvörðunin að fara á Selfoss Olís-deild kvenna Seinni bylgjan UMF Selfoss Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Ásdís Þóra var komin út í atvinnumennsku til Svíþjóðar en sleit krossband og varð að taka skref til baka á sínum ferli. Það er ekki mikill spilatími boði hjá geysisterku Valsliði og Ásdís Þóra fær því tækifæri til að spila sig aftur í gang með Selfossliðinu. Seinni bylgjan hrósar henni fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun en eins og flestir vita þá er faðir hennar, Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Valsliðsins. Er að reyna að finna sig aftur Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við Ásdísi Þóru eftir síðasta leik Selfossliðsins og sérfræðingar Seinni bylgjunnar ræddu svo þessa ákvörðun hjá þessum unga og öfluga leikstjórnanda. „Ég vil gera betur og er enn þá að reyna að komast í mitt gamla form. Bara reyna að finna mig aftur. Ég finn klárlega að það er á góðri leið,“ sagði Ásdís Þóra Ágústsdóttir meðal annars í viðtalinu. Ásdís Þóra var með 5 mörk og 4 stoðsendingar í leiknum í Eyjum. „Ég held að þetta sé hundrað prósent rétt sem hún gerði. Mér finnst þetta hugrökk ákvörðun hjá henni. Pabbi hennar er að þjálfa í Val og þetta hefur örugglega verið rætt vel,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Er ekki bara fínt að vera laus við hann,“ skaut Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, léttur inn í. Stór ákvörðun „Systir hennar er líka í Valsliðinu og þetta er alveg stór ákvörðun. Þetta var frábær leikur hjá henni. Hún er með mikla handboltahæfileika en lenti í erfiðum meiðslum. Ég held að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá henni að fara og spila á Selfossi. Ég vil sjá hana klára tímabilið á Selfossi,“ sagði Sigurlaug. „Ég er alveg þar því ég held að það séu fullt af tækifærum fyrir hana þarna. Sóknarleikurinn hjá Selfossi er mjög góður á köflum og stór partur er henni að þakka. Hún er svo frábær miðjumaður og nær að stjórna spilinu vel, dreifa spilinu og hjálpa hinum líka,“ sagði Sigurlaug. Gæðin í sendingunum „Þú sérð líka bara gæðin í sendingunum hjá henni. Hún er að láta boltann detta inn á línu, senda no-look og bomba honum niður í hornin,“ sagði Einar sem er sammála Sigurlaugu um að Ásdís eigi að klára tímabilið með Selfossliðinu. Það má sjá allt spjallið um Ásdísi Þóru hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Ásdís Þóra og ákvörðunin að fara á Selfoss
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan UMF Selfoss Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira