Embla komin með nýjar raddir frá Microsoft Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 09:41 Guðni Th, forseti Íslands, prófar snjallforritið Emblu í heimsókn sinni til höfuðstöðva Apple, Amazon, Microsoft og Open AI. Aðsend Raddstýrða snjallforritið Embla fék nýjar raddir í dag. Embla er radd-snjallforrit frá máltæknifyrirtækinu Miðeind sem skilur og talar íslensku. Embla getur svarað hinum ýmsu spurningum, til dæmis um ferðir Strætó, reiknað stærðfræðidæmi, stafsett orð, umbreytt mælieiningum og gjaldmiðlum og ýmislegt fleira. Í tilkynningu frá Miðeind segir frá því að nýju raddir Emblu séu búnar til af erlenda stórfyrirtækinu Microsoft. Nýju raddirnar fengu íslensku nöfnin Guðrún og Gunnar. Þær byggjast að miklu leyti á raddgögnum sem safnað var á vegum Samróms undir fimm ára máltækniáætlun ríkisins. Rúmlega 28.000 manns hafa lagt verkefninu lið með raddsýnun, frá því að Samróm hóf söfnun í október árið 2019. „Grunnskólar, fyrirtæki og einstaklingar tóku þátt í verkefninu af miklum móð til að bjarga íslenskunni. Gagnasafn af þessu tagi getur nýst í þróun allskyns raddlausna fyrir íslensku og sömuleiðis hugbúnaðar sem eykur aðgengi að stafrænum heimi og bætir sjálfsbjörg fólks með ýmiskonar fötlun,“ segir í tilkynningunni frá Miðeind. Embla getur svarað hinum ýmsu spurningum, til dæmis um ferðir Strætó, reiknað stærðfræðidæmi, stafsett orð, umbreytt mælieiningum og gjaldmiðlum og fleira. Síðastliðið vor heimsótti sendinefnd, skipuð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, Vilhjálmi Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Miðeindar, og fleira máltæknifólki, höfuðstöðvar Apple, Amazon, Microsoft og Open AI. Tilgangur ferðarinnar var að vekja athygli á stöðu íslenskrar máltækni og þeim afurðum sem orðið hafa til á undanförnum árum auk þess að styrkja tengsl íslensks máltæknisamfélags við alþjóðleg fyrirtæki á sviði máltækni og gervigreindar. Í kjölfarið skoðaði Microsoft íslensku raddgögnin og nýtti þau í nýju talgervlana. Starfsfólk Miðeindar. Máltæknifyrirtækið Miðeind stendur á bakvið Emblu.Miðeind „Það hefur verið á stefnuskránni að skipta eldri röddum Emblu út fyrir afurðir máltækniáætlunar frá því að raddgagnasöfnunin hófst 2019. Nú vildi bara svo heppilega til að Microsoft tók að sér að hrista þessar frábæru raddir fram úr erminni með hjálp þeirra gagna sem íslenska þjóðin hefur safnað í sameiningu. Það er enginn dagur betri til að kynna þessar nýju raddir samstöðu og samvinnu en dagurinn í dag, dagur íslenskrar tungu,“ segir Katla Ásgeirsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar. Nýsköpun Gervigreind Íslensk tunga Stafræn þróun Microsoft Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Í tilkynningu frá Miðeind segir frá því að nýju raddir Emblu séu búnar til af erlenda stórfyrirtækinu Microsoft. Nýju raddirnar fengu íslensku nöfnin Guðrún og Gunnar. Þær byggjast að miklu leyti á raddgögnum sem safnað var á vegum Samróms undir fimm ára máltækniáætlun ríkisins. Rúmlega 28.000 manns hafa lagt verkefninu lið með raddsýnun, frá því að Samróm hóf söfnun í október árið 2019. „Grunnskólar, fyrirtæki og einstaklingar tóku þátt í verkefninu af miklum móð til að bjarga íslenskunni. Gagnasafn af þessu tagi getur nýst í þróun allskyns raddlausna fyrir íslensku og sömuleiðis hugbúnaðar sem eykur aðgengi að stafrænum heimi og bætir sjálfsbjörg fólks með ýmiskonar fötlun,“ segir í tilkynningunni frá Miðeind. Embla getur svarað hinum ýmsu spurningum, til dæmis um ferðir Strætó, reiknað stærðfræðidæmi, stafsett orð, umbreytt mælieiningum og gjaldmiðlum og fleira. Síðastliðið vor heimsótti sendinefnd, skipuð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, Vilhjálmi Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Miðeindar, og fleira máltæknifólki, höfuðstöðvar Apple, Amazon, Microsoft og Open AI. Tilgangur ferðarinnar var að vekja athygli á stöðu íslenskrar máltækni og þeim afurðum sem orðið hafa til á undanförnum árum auk þess að styrkja tengsl íslensks máltæknisamfélags við alþjóðleg fyrirtæki á sviði máltækni og gervigreindar. Í kjölfarið skoðaði Microsoft íslensku raddgögnin og nýtti þau í nýju talgervlana. Starfsfólk Miðeindar. Máltæknifyrirtækið Miðeind stendur á bakvið Emblu.Miðeind „Það hefur verið á stefnuskránni að skipta eldri röddum Emblu út fyrir afurðir máltækniáætlunar frá því að raddgagnasöfnunin hófst 2019. Nú vildi bara svo heppilega til að Microsoft tók að sér að hrista þessar frábæru raddir fram úr erminni með hjálp þeirra gagna sem íslenska þjóðin hefur safnað í sameiningu. Það er enginn dagur betri til að kynna þessar nýju raddir samstöðu og samvinnu en dagurinn í dag, dagur íslenskrar tungu,“ segir Katla Ásgeirsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar.
Nýsköpun Gervigreind Íslensk tunga Stafræn þróun Microsoft Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira