„Þetta er bara hræðileg ákvörðun hjá honum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 12:00 Ragnar Hermannsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, ræðir við sínar stelpur í leikhléi. Vísir/Diego Seinni bylgjan tók sérstaklega fyrir þjálfara Haukakvenna í síðasta þætti sínum en það leit út fyrir að reynsluboltinn Ragnar Hermannsson hefði verið allt of seinn að bregðast við þegar Haukar misstu leikinn frá sér í seinni hálfleik. Haukakonur hafa verið inn í flestum leikjum í Olís deild kvenna í vetur og oft tapað naumlega en að þessu sinni létu þær Stjörnuvagninn keyra yfir sig eftir hálfleik. Stjarnan skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks, komst fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16-12, og vann síðan fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiksins, 10-2. Ragnar tók ekki leikhlé fyrr en þegar tíu mínútur voru eftir og Haukaliðið tíu mörkum undir, 30-20. Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar vildi frá að vita hvort þjálfarinn Einar Jónsson hefði ekki alltaf tekið leikhléið miklu fyrr. „Ég myndi halda það að það hefði kannski verið rétt. Voru þetta ekki nánast tíu mörk í röð. Þær eru bara í basli og þeim vantaði einhverja hjálp,“ sagði Einar Jónsson. Verður að stöðva blæðinguna „Það eru tíu mínútur eftir af leiknum, þær tíu mörkum undir, og þá tekur hann allt í einu leikhlé,“ skaut Svava Kristín inn í. „Þetta er engin spurning. Þetta er bara hræðileg ákvörðun hjá honum. Þetta hefði átt að koma miklu miklu fyrr. Þú verður að stöðva blæðinguna. Þetta er orðið allt of stórt forskot og þú ert ekki að fara að saxa á þetta forskot á móti Stjörnunni eða ekki neinu liði,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Það er bara galið að vera ekki búinn að taka leikhlé og ég er ekki þjálfari Einar,“ bætti Sigurlaug við. Þetta er svo ungt lið „Þetta er svo ungt lið og með mjög ungan leikstjórnanda [ Elín Klara Þorkelsdóttir]. Hún getur ekki verið að rúlla þessu og svo ertu með Natösjö [Hammer] þarna og hún er líka mjög ung. Hún spilaði mjög vel í þessum leik. Þú verður að reyna að hjálpa leikmönnunum eitthvað,“ sagði Einar. Svava benti á að Stjörnukonum tókst að loka vel á Elínu Klöru. „Ragnar gefur það út í byrjun tímabilsins að hann sé með breytingar og þegar þú ert með breytingar þá tekur það alltaf tíma. Þegar það kemur svona katastrófa þá þarftu einhvern veginn að stoppa þetta. Hann þarf að stoppa og sjá hvort ekki sé hægt að búa til einhverjar aðrar breytingar til þess að stoppa þessa blæðingu. Það er aðalmálið því þær eiga ekki séns eftir þetta,“ sagði Sigurlaug. Það má horfa á allt spjallið um Hauka og þjálfarann þeirra hér fyrir neðan en þar svarar Ragnar því af hverju hann tók ekki leikhlé. Klippa: Seinni bylgjan: Þegar ungu Haukastelpurnar áttu að bjarga sér sjálfar Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
Haukakonur hafa verið inn í flestum leikjum í Olís deild kvenna í vetur og oft tapað naumlega en að þessu sinni létu þær Stjörnuvagninn keyra yfir sig eftir hálfleik. Stjarnan skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks, komst fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16-12, og vann síðan fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiksins, 10-2. Ragnar tók ekki leikhlé fyrr en þegar tíu mínútur voru eftir og Haukaliðið tíu mörkum undir, 30-20. Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar vildi frá að vita hvort þjálfarinn Einar Jónsson hefði ekki alltaf tekið leikhléið miklu fyrr. „Ég myndi halda það að það hefði kannski verið rétt. Voru þetta ekki nánast tíu mörk í röð. Þær eru bara í basli og þeim vantaði einhverja hjálp,“ sagði Einar Jónsson. Verður að stöðva blæðinguna „Það eru tíu mínútur eftir af leiknum, þær tíu mörkum undir, og þá tekur hann allt í einu leikhlé,“ skaut Svava Kristín inn í. „Þetta er engin spurning. Þetta er bara hræðileg ákvörðun hjá honum. Þetta hefði átt að koma miklu miklu fyrr. Þú verður að stöðva blæðinguna. Þetta er orðið allt of stórt forskot og þú ert ekki að fara að saxa á þetta forskot á móti Stjörnunni eða ekki neinu liði,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Það er bara galið að vera ekki búinn að taka leikhlé og ég er ekki þjálfari Einar,“ bætti Sigurlaug við. Þetta er svo ungt lið „Þetta er svo ungt lið og með mjög ungan leikstjórnanda [ Elín Klara Þorkelsdóttir]. Hún getur ekki verið að rúlla þessu og svo ertu með Natösjö [Hammer] þarna og hún er líka mjög ung. Hún spilaði mjög vel í þessum leik. Þú verður að reyna að hjálpa leikmönnunum eitthvað,“ sagði Einar. Svava benti á að Stjörnukonum tókst að loka vel á Elínu Klöru. „Ragnar gefur það út í byrjun tímabilsins að hann sé með breytingar og þegar þú ert með breytingar þá tekur það alltaf tíma. Þegar það kemur svona katastrófa þá þarftu einhvern veginn að stoppa þetta. Hann þarf að stoppa og sjá hvort ekki sé hægt að búa til einhverjar aðrar breytingar til þess að stoppa þessa blæðingu. Það er aðalmálið því þær eiga ekki séns eftir þetta,“ sagði Sigurlaug. Það má horfa á allt spjallið um Hauka og þjálfarann þeirra hér fyrir neðan en þar svarar Ragnar því af hverju hann tók ekki leikhlé. Klippa: Seinni bylgjan: Þegar ungu Haukastelpurnar áttu að bjarga sér sjálfar
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira