Bezos segist ætla að gefa meirihluta auðæfa sinna Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2022 23:51 Jeff Bezos og Lauren Sánchez vinna saman að mannúðarmálum. Vísir/EPA Jeff Bezos, stofnandi vefverslunarrisans Amazon og einn ríkasti maður heims, segist ætla að gefa meirihluta auðæfa sinna á lífsleiðinni. Ríkidæmi Bezos eru metin á um 124 milljarða dollara, jafnvirði meira en 18.000 milljarða íslenskra króna, þessa stundina. Fyrirheitið gaf Bezos í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN í dag. Hann og Lauren Sánchez, kærasta hans, væru nú að undirbúa jarðveginn til að geta gefið auð hans. Fór hann þó ekki nánar út í þá sálma. Það snúna væri að finna út úr hvernig væri best að gefa féð. „Þetta er ekki auðvelt. Það var ekki auðvelt að byggja upp Amazon. Það krafðist mikillar vinnu og mjög snjallra samstarfsmanna. Ég er að komast að raun um, og Lauren líka, að mannúðarstarf er svipað. Það er ekki auðvelt. Það er mjög erfitt,“ sagði Bezos í viðtalinu. Bezos hætti sem forstjóri Amazon í fyrra en hann á enn um tíu prósent hlut í fyrirtækinu. Auk þess á hann geimferðafyrirtækið Blue Origin og bandaríska dagblaðið Washington Post. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir að taka ekki þátt í herferð Bill og Melindu Gates og Warren Buffet sem hvetur milljarðamæringa til þess að gefa meirihluta auðs síns til mannúðarmála. McKenzie Scott, fyrrverandi eignkona Bezos, hefur aftur á móti skrifað undir hjá þeim en hún hefur gefið milljarða dollara í eigin nafni eftir skilnað þeirra Bezos árið 2019. Auðkýfingurinn hefur áður heitið því að leggja baráttunni gegn loftslagsbreytingum til tíu milljarða dollara, jafnvirði um 1.465 milljarða íslenskra króna. Þá greindi Bezos frá því að hann ætlaði að gefa sveitasöngkonunni Dolly Parton hundrað milljónir dollara, jafnvirði um 14,6 milljarða íslenskra króna, til að styrkja mannúðarstörf hennar. Hún styrkti meðal annars þróun bóluefnis Moderna gegn kórónuveirunni. Amazon Bandaríkin Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fyrirheitið gaf Bezos í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN í dag. Hann og Lauren Sánchez, kærasta hans, væru nú að undirbúa jarðveginn til að geta gefið auð hans. Fór hann þó ekki nánar út í þá sálma. Það snúna væri að finna út úr hvernig væri best að gefa féð. „Þetta er ekki auðvelt. Það var ekki auðvelt að byggja upp Amazon. Það krafðist mikillar vinnu og mjög snjallra samstarfsmanna. Ég er að komast að raun um, og Lauren líka, að mannúðarstarf er svipað. Það er ekki auðvelt. Það er mjög erfitt,“ sagði Bezos í viðtalinu. Bezos hætti sem forstjóri Amazon í fyrra en hann á enn um tíu prósent hlut í fyrirtækinu. Auk þess á hann geimferðafyrirtækið Blue Origin og bandaríska dagblaðið Washington Post. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir að taka ekki þátt í herferð Bill og Melindu Gates og Warren Buffet sem hvetur milljarðamæringa til þess að gefa meirihluta auðs síns til mannúðarmála. McKenzie Scott, fyrrverandi eignkona Bezos, hefur aftur á móti skrifað undir hjá þeim en hún hefur gefið milljarða dollara í eigin nafni eftir skilnað þeirra Bezos árið 2019. Auðkýfingurinn hefur áður heitið því að leggja baráttunni gegn loftslagsbreytingum til tíu milljarða dollara, jafnvirði um 1.465 milljarða íslenskra króna. Þá greindi Bezos frá því að hann ætlaði að gefa sveitasöngkonunni Dolly Parton hundrað milljónir dollara, jafnvirði um 14,6 milljarða íslenskra króna, til að styrkja mannúðarstörf hennar. Hún styrkti meðal annars þróun bóluefnis Moderna gegn kórónuveirunni.
Amazon Bandaríkin Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent