Öll hæðin hefur verið endurgerð frá grunni og ný mathöll mun líta dagsins ljós á næstu dögum. Nýir veitingastaðir í bland við eldri og rótgróna staði verða staðsettir á hæðinni. Umhverfið verður allt hið hlýlegasta og mjög vandað til verka. Gamla góða Kringlukráin fær einnig hressilega upplyftingu. Opnunartími mathallarinnar verður lengri en afgreiðslutími verslana í Kringlunni, eða til kl. 21 öll kvöld. Þá verður nýtt Ævintýraland tekið í notkun í desember þar sem boðið verður upp á barnagæslu fyrir börn 3 – 9 ára.
