Helga María ráðin framkvæmdastjóri Útihreyfingarinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. nóvember 2022 11:06 Helga María í sínu náttúrulega umhverfi. Helga María Heiðarsdóttir, fjallaleiðsögumaður og hlaupaþjálfari, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Útihreyfingarinnar, nýstofnaðs útivistarfyrirtækis sem sérhæfir sig í ævintýramiðaðri krossþjálfun og útiævintýrum af ýmsum toga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útihreyfingunni. Helga María er jöklafræðingur að mennt og fjallaleiðsögumaður til margra ára. Hún hefur undanfarin ár verið umsjónarmaður Náttúruhlaupa en starfaði einnig um árabil hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum. Hún er um þessar mundir formaður Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi og hefur mikinn áhuga á allri útivist og heilsu. „Minn hamingjustaður hefur verið úti síðustu tvo áratugi og ég er því mjög spennt að fá að vera hluti af Útihreyfingunni, hópi sem hefur mikla ástríðu fyrir allri útivist og ævintýramennsku! Hugmyndafræði Útihreyfingarnnar hentar mér fullkomlega þar sem ég hef aldrei getað valið mitt uppáhalds útivistarsport og hef því bara látið áhuga og veður ráða vali, svo er fjölbreytni auðvitað lykillinn að góðu formi og líkur á meiðslum mun minni en þegar bara er stunduð ein íþrótt,“ segir Helga María. Útihreyfingin hóf starfsemi sína í sumarlok og býður upp á fjölbreyttar útiæfingar nokkrum sinnum í viku fyrir öll getustig, fjallgöngur, skíðanámskeið, landvættaþjálfun, fjallahjólaferðir og margt fleira. Æfingakerfi Útihreyfingarinnar miðar að styrk, úthaldi, jafnvægi, liðleika og viðhaldi þols svo fólk sé ávallt reiðubúið í næsta ævintýri, heima og erlendis. Þá býður Útihreyfingin einnig upp á fyrirlestra og fræðslu um valdeflandi útivist og hreyfingu, liðsheildar- og forystunámskeið fyrir stjórnendur auk hvata- og óvissuferða fyrir vinnustaði. Fjallamennska Vistaskipti Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útihreyfingunni. Helga María er jöklafræðingur að mennt og fjallaleiðsögumaður til margra ára. Hún hefur undanfarin ár verið umsjónarmaður Náttúruhlaupa en starfaði einnig um árabil hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum. Hún er um þessar mundir formaður Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi og hefur mikinn áhuga á allri útivist og heilsu. „Minn hamingjustaður hefur verið úti síðustu tvo áratugi og ég er því mjög spennt að fá að vera hluti af Útihreyfingunni, hópi sem hefur mikla ástríðu fyrir allri útivist og ævintýramennsku! Hugmyndafræði Útihreyfingarnnar hentar mér fullkomlega þar sem ég hef aldrei getað valið mitt uppáhalds útivistarsport og hef því bara látið áhuga og veður ráða vali, svo er fjölbreytni auðvitað lykillinn að góðu formi og líkur á meiðslum mun minni en þegar bara er stunduð ein íþrótt,“ segir Helga María. Útihreyfingin hóf starfsemi sína í sumarlok og býður upp á fjölbreyttar útiæfingar nokkrum sinnum í viku fyrir öll getustig, fjallgöngur, skíðanámskeið, landvættaþjálfun, fjallahjólaferðir og margt fleira. Æfingakerfi Útihreyfingarinnar miðar að styrk, úthaldi, jafnvægi, liðleika og viðhaldi þols svo fólk sé ávallt reiðubúið í næsta ævintýri, heima og erlendis. Þá býður Útihreyfingin einnig upp á fyrirlestra og fræðslu um valdeflandi útivist og hreyfingu, liðsheildar- og forystunámskeið fyrir stjórnendur auk hvata- og óvissuferða fyrir vinnustaði.
Fjallamennska Vistaskipti Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira