Við mætum svakalega sterkar til leiks í fjórða leikhlutanum, spilum frábæra vörn og klárum leikinn Siggeir Ævarsson skrifar 9. nóvember 2022 22:15 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að eigin sögn kófsveittur í leikslok í Grindavík, en hans konur náðu aðeins að hleypa blóðþrýstingnum hjá honum upp í lokin, í leik sem þær voru í raun búnar að klára snemma í fjórða leikhluta. Grindvíkingar eru þó ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og héldu áfram allt þar til lokaflautið gall. Lokatölur 79-83 þar sem Njarðvík voru komnar 12 stigum yfir þegar rúmar 2 mínútur voru til leiksloka. „Þetta var alvöru barátta, ég er rennsveittur! Við þurftum að hafa mikið fyrir þessum sigri og ég er bara alveg ógeðslega ánægður að ná að fara hérna í burtu með tvö stig.“ Það var svolítið eins og það kveiknaði ekki almennilega á Njarðvíkurliðinu fyrr en í 4. leikhluta. Hvað var það sem small á þeim tímapunkti? „Það small varnarlega. Grindavíkurliðið skoraði 2 stig á fyrstu fimm mínútunum og við náum að búa til forystu þar. Það eru oft þessar sálfræðilegu fyrstu 5 mínútur í loka leikhlutanum sem ráða því hverjar vinna leikinn. Við mætum svakalega sterkar til leiks í fjórða leikhlutanum, spilum frábæra vörn og klárum leikinn. Ég held reyndar að þetta sé í þriðja skipti í vetur þar sem við erum búnar að klára leikinn en þetta endar í „sloppy“ tveimur og hálfri mínútu.“ „Við þurfum bara nánast að læra það hvernig við klárum svona leiki, þar sem þú ert með 10 stiga forskot og tvær mínútur eftir. Við erum að taka skot eftir sex sekúndur og eitthvað svona rugl. En ég er ótrúlega stoltur af mínu liði og varnarvinnunni, í fjórða leikhluta sérstaklega. Aftur, þá er ég bara ótrúlega glaður að fara með tvö stig í burtu gegn frábæru Grindavíkurliði.“ Beðið eftir Collier Það er ekkert launungamál að Aliyah Collier er einn besti leikmaður þessarar deildar. Hún hafði nokkuð hægt um sig framan af leik. Eru samherjar hennar mögulega orðnar of góðu vanar og farnar að bíða eftir því að hún taki til sinna ráða inná vellinum? „Nei ég held ekki. Ég er með það miklar keppniskonur í liðinu að ég held það alls ekki málið. Það sem við erum að reyna gera er aðeins að breyta til og fikra okkur áfram með nýja hluti sóknarlega. Þegar það var vel gert þá erum við að fá körfur.“ „En svo vantar aðeins upp á „spacing-una“ og færsluna á boltanum inná milli. En það er eitthvað sem ég hef engar áhyggjur af. Við förum yfir það á vídjóinu og æfum það á æfingu. Þegar við spilum svo leikina sem skipta máli einhvern tímann seinna þá ætla ég mér að vera með þetta tilbúið og þá verður erfitt að stoppa okkur.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Axel heldur fast í toppsætið Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Grindvíkingar eru þó ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og héldu áfram allt þar til lokaflautið gall. Lokatölur 79-83 þar sem Njarðvík voru komnar 12 stigum yfir þegar rúmar 2 mínútur voru til leiksloka. „Þetta var alvöru barátta, ég er rennsveittur! Við þurftum að hafa mikið fyrir þessum sigri og ég er bara alveg ógeðslega ánægður að ná að fara hérna í burtu með tvö stig.“ Það var svolítið eins og það kveiknaði ekki almennilega á Njarðvíkurliðinu fyrr en í 4. leikhluta. Hvað var það sem small á þeim tímapunkti? „Það small varnarlega. Grindavíkurliðið skoraði 2 stig á fyrstu fimm mínútunum og við náum að búa til forystu þar. Það eru oft þessar sálfræðilegu fyrstu 5 mínútur í loka leikhlutanum sem ráða því hverjar vinna leikinn. Við mætum svakalega sterkar til leiks í fjórða leikhlutanum, spilum frábæra vörn og klárum leikinn. Ég held reyndar að þetta sé í þriðja skipti í vetur þar sem við erum búnar að klára leikinn en þetta endar í „sloppy“ tveimur og hálfri mínútu.“ „Við þurfum bara nánast að læra það hvernig við klárum svona leiki, þar sem þú ert með 10 stiga forskot og tvær mínútur eftir. Við erum að taka skot eftir sex sekúndur og eitthvað svona rugl. En ég er ótrúlega stoltur af mínu liði og varnarvinnunni, í fjórða leikhluta sérstaklega. Aftur, þá er ég bara ótrúlega glaður að fara með tvö stig í burtu gegn frábæru Grindavíkurliði.“ Beðið eftir Collier Það er ekkert launungamál að Aliyah Collier er einn besti leikmaður þessarar deildar. Hún hafði nokkuð hægt um sig framan af leik. Eru samherjar hennar mögulega orðnar of góðu vanar og farnar að bíða eftir því að hún taki til sinna ráða inná vellinum? „Nei ég held ekki. Ég er með það miklar keppniskonur í liðinu að ég held það alls ekki málið. Það sem við erum að reyna gera er aðeins að breyta til og fikra okkur áfram með nýja hluti sóknarlega. Þegar það var vel gert þá erum við að fá körfur.“ „En svo vantar aðeins upp á „spacing-una“ og færsluna á boltanum inná milli. En það er eitthvað sem ég hef engar áhyggjur af. Við förum yfir það á vídjóinu og æfum það á æfingu. Þegar við spilum svo leikina sem skipta máli einhvern tímann seinna þá ætla ég mér að vera með þetta tilbúið og þá verður erfitt að stoppa okkur.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Axel heldur fast í toppsætið Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti