Við mætum svakalega sterkar til leiks í fjórða leikhlutanum, spilum frábæra vörn og klárum leikinn Siggeir Ævarsson skrifar 9. nóvember 2022 22:15 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að eigin sögn kófsveittur í leikslok í Grindavík, en hans konur náðu aðeins að hleypa blóðþrýstingnum hjá honum upp í lokin, í leik sem þær voru í raun búnar að klára snemma í fjórða leikhluta. Grindvíkingar eru þó ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og héldu áfram allt þar til lokaflautið gall. Lokatölur 79-83 þar sem Njarðvík voru komnar 12 stigum yfir þegar rúmar 2 mínútur voru til leiksloka. „Þetta var alvöru barátta, ég er rennsveittur! Við þurftum að hafa mikið fyrir þessum sigri og ég er bara alveg ógeðslega ánægður að ná að fara hérna í burtu með tvö stig.“ Það var svolítið eins og það kveiknaði ekki almennilega á Njarðvíkurliðinu fyrr en í 4. leikhluta. Hvað var það sem small á þeim tímapunkti? „Það small varnarlega. Grindavíkurliðið skoraði 2 stig á fyrstu fimm mínútunum og við náum að búa til forystu þar. Það eru oft þessar sálfræðilegu fyrstu 5 mínútur í loka leikhlutanum sem ráða því hverjar vinna leikinn. Við mætum svakalega sterkar til leiks í fjórða leikhlutanum, spilum frábæra vörn og klárum leikinn. Ég held reyndar að þetta sé í þriðja skipti í vetur þar sem við erum búnar að klára leikinn en þetta endar í „sloppy“ tveimur og hálfri mínútu.“ „Við þurfum bara nánast að læra það hvernig við klárum svona leiki, þar sem þú ert með 10 stiga forskot og tvær mínútur eftir. Við erum að taka skot eftir sex sekúndur og eitthvað svona rugl. En ég er ótrúlega stoltur af mínu liði og varnarvinnunni, í fjórða leikhluta sérstaklega. Aftur, þá er ég bara ótrúlega glaður að fara með tvö stig í burtu gegn frábæru Grindavíkurliði.“ Beðið eftir Collier Það er ekkert launungamál að Aliyah Collier er einn besti leikmaður þessarar deildar. Hún hafði nokkuð hægt um sig framan af leik. Eru samherjar hennar mögulega orðnar of góðu vanar og farnar að bíða eftir því að hún taki til sinna ráða inná vellinum? „Nei ég held ekki. Ég er með það miklar keppniskonur í liðinu að ég held það alls ekki málið. Það sem við erum að reyna gera er aðeins að breyta til og fikra okkur áfram með nýja hluti sóknarlega. Þegar það var vel gert þá erum við að fá körfur.“ „En svo vantar aðeins upp á „spacing-una“ og færsluna á boltanum inná milli. En það er eitthvað sem ég hef engar áhyggjur af. Við förum yfir það á vídjóinu og æfum það á æfingu. Þegar við spilum svo leikina sem skipta máli einhvern tímann seinna þá ætla ég mér að vera með þetta tilbúið og þá verður erfitt að stoppa okkur.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Sjá meira
Grindvíkingar eru þó ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og héldu áfram allt þar til lokaflautið gall. Lokatölur 79-83 þar sem Njarðvík voru komnar 12 stigum yfir þegar rúmar 2 mínútur voru til leiksloka. „Þetta var alvöru barátta, ég er rennsveittur! Við þurftum að hafa mikið fyrir þessum sigri og ég er bara alveg ógeðslega ánægður að ná að fara hérna í burtu með tvö stig.“ Það var svolítið eins og það kveiknaði ekki almennilega á Njarðvíkurliðinu fyrr en í 4. leikhluta. Hvað var það sem small á þeim tímapunkti? „Það small varnarlega. Grindavíkurliðið skoraði 2 stig á fyrstu fimm mínútunum og við náum að búa til forystu þar. Það eru oft þessar sálfræðilegu fyrstu 5 mínútur í loka leikhlutanum sem ráða því hverjar vinna leikinn. Við mætum svakalega sterkar til leiks í fjórða leikhlutanum, spilum frábæra vörn og klárum leikinn. Ég held reyndar að þetta sé í þriðja skipti í vetur þar sem við erum búnar að klára leikinn en þetta endar í „sloppy“ tveimur og hálfri mínútu.“ „Við þurfum bara nánast að læra það hvernig við klárum svona leiki, þar sem þú ert með 10 stiga forskot og tvær mínútur eftir. Við erum að taka skot eftir sex sekúndur og eitthvað svona rugl. En ég er ótrúlega stoltur af mínu liði og varnarvinnunni, í fjórða leikhluta sérstaklega. Aftur, þá er ég bara ótrúlega glaður að fara með tvö stig í burtu gegn frábæru Grindavíkurliði.“ Beðið eftir Collier Það er ekkert launungamál að Aliyah Collier er einn besti leikmaður þessarar deildar. Hún hafði nokkuð hægt um sig framan af leik. Eru samherjar hennar mögulega orðnar of góðu vanar og farnar að bíða eftir því að hún taki til sinna ráða inná vellinum? „Nei ég held ekki. Ég er með það miklar keppniskonur í liðinu að ég held það alls ekki málið. Það sem við erum að reyna gera er aðeins að breyta til og fikra okkur áfram með nýja hluti sóknarlega. Þegar það var vel gert þá erum við að fá körfur.“ „En svo vantar aðeins upp á „spacing-una“ og færsluna á boltanum inná milli. En það er eitthvað sem ég hef engar áhyggjur af. Við förum yfir það á vídjóinu og æfum það á æfingu. Þegar við spilum svo leikina sem skipta máli einhvern tímann seinna þá ætla ég mér að vera með þetta tilbúið og þá verður erfitt að stoppa okkur.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Sjá meira