Viðskipti innlent

Framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar á förum

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Staða Eriks verður auglýst á næstu dögum.
Staða Eriks verður auglýst á næstu dögum.

Framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá Símanum lætur af störfum í lok nóvember og verður staðan auglýst á næstu dögum.

Erik Figueras Torras er fráfarandi framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá Símanum en hann hóf störf hjá fyrirtækinu sem framkvæmdastjóri tæknisviðs árið 2013. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum en Erik er sagður á leið á önnur mið.

Þangað til að staðgengill Eriks hefur verið fundinn mun Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla gegna stöðunni.

Í tilkynningu fyrirtækisins er haft eftir Erik þar sem hann þakkar fyrir samstarfið og segir starfstíð sína hjá Símanum hafa verið krefjandi og skemmtilega.

Orri Hauksson, forstjóri Símans segir jafnframt starfsfólk símans kveðja Erik með mikilli eftirsjá.

„Það verður með mikilli eftirsjá sem við hjá Símanum munum innan skamms kveðja Erik Figueras. Hann hefur verið framsýnn og hugmyndaríkur leiðtogi hjá okkur um langa hríð, auk þess að vera framúrskarandi starfsfélagi og fyrirmynd. Við óskum Erik velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir Orri.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×