Stundvísi innanlandsflugs Icelandair 88 prósent í október Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 7. nóvember 2022 19:11 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair fagnar nýliðnum mánuði. Myndin er samsett. Vísir/Vilhelm Flutningatölur flugfélagsins Icelandair frá nýliðnum októbermánuði sýna töluverða farþegaaukningu á milli ára. Auk þess er stundvísi félagsins í innanlandsflugi 88 prósent í mánuðinum sem um ræðir. Heildarfjöldi farþega Icelandair í október jókst um 127 þúsund á milli ára en farþegarnir voru 333 þúsund talsins í ár miðað við 206 þúsund í fyrra. Þá er heildarfjöldi farþega félagsins það sem af er ári kominn yfir þrjár milljónir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Icelandair. Farþegar í millilandaflugi voru nú 307 þúsund miðað við 181 þúsund árið 2021 en af þeim stefndu 133 þúsund til Íslands, 48 þúsund frá Íslandi og voru tengifarþegar 166 þúsund talsins. Eilítil aukning var á farþegafjölda í innanlandsflugi í októbermánuði en hún var 26 þúsund í ár miðað við rúmlega 25 þúsund í fyrra. Stundvísi í innanlandsflugi nam 88 prósentum í október og er á uppleið. Þar að auki var stundvísi í millilandaflugum 80 prósent en ekki eru gefnar upp samanburðartölur frá sama mánuði síðasta árs. Haft er eftir forstjóra Icelandair, Boga Nils Bogasyni þar sem hann segir leiðakerfi félagsins hafa náð fyrri styrk. „Það er ánægjulegt að sjá að nú í októbermánuði hefur leiðakerfið okkar náð fyrri styrk. Flugframboð var á pari við framboðið á sama tíma 2019 og það sem af er ári höfum við flutt yfir þrjár milljónir farþega. Þá höfum við einnig bætt stundvísi í innanlandsfluginu en eins og fram hefur komið höfum við farið í markvissar aðgerðir til að bæta áreiðanleika og þjónustu í innanlandsflugi að undanförnu,“ sagði Bogi Nils Bogason. Icelandair Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Tengdar fréttir Farþegafjöldi Icelandair áttfaldast milli ára Farþegum Icelandair fjölgaði mikið milli apríl og maí og fjöldi þeirra áttfaldast miðað við sama mánuð í fyrra. 7. júní 2022 17:37 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Heildarfjöldi farþega Icelandair í október jókst um 127 þúsund á milli ára en farþegarnir voru 333 þúsund talsins í ár miðað við 206 þúsund í fyrra. Þá er heildarfjöldi farþega félagsins það sem af er ári kominn yfir þrjár milljónir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Icelandair. Farþegar í millilandaflugi voru nú 307 þúsund miðað við 181 þúsund árið 2021 en af þeim stefndu 133 þúsund til Íslands, 48 þúsund frá Íslandi og voru tengifarþegar 166 þúsund talsins. Eilítil aukning var á farþegafjölda í innanlandsflugi í októbermánuði en hún var 26 þúsund í ár miðað við rúmlega 25 þúsund í fyrra. Stundvísi í innanlandsflugi nam 88 prósentum í október og er á uppleið. Þar að auki var stundvísi í millilandaflugum 80 prósent en ekki eru gefnar upp samanburðartölur frá sama mánuði síðasta árs. Haft er eftir forstjóra Icelandair, Boga Nils Bogasyni þar sem hann segir leiðakerfi félagsins hafa náð fyrri styrk. „Það er ánægjulegt að sjá að nú í októbermánuði hefur leiðakerfið okkar náð fyrri styrk. Flugframboð var á pari við framboðið á sama tíma 2019 og það sem af er ári höfum við flutt yfir þrjár milljónir farþega. Þá höfum við einnig bætt stundvísi í innanlandsfluginu en eins og fram hefur komið höfum við farið í markvissar aðgerðir til að bæta áreiðanleika og þjónustu í innanlandsflugi að undanförnu,“ sagði Bogi Nils Bogason.
Icelandair Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Tengdar fréttir Farþegafjöldi Icelandair áttfaldast milli ára Farþegum Icelandair fjölgaði mikið milli apríl og maí og fjöldi þeirra áttfaldast miðað við sama mánuð í fyrra. 7. júní 2022 17:37 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Farþegafjöldi Icelandair áttfaldast milli ára Farþegum Icelandair fjölgaði mikið milli apríl og maí og fjöldi þeirra áttfaldast miðað við sama mánuð í fyrra. 7. júní 2022 17:37