Viðskipti innlent

Play til Stokk­hólms og Ham­borgar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Miðasala í flugferðir Play til Hamborgar og Stokkhólms er hafin.
Miðasala í flugferðir Play til Hamborgar og Stokkhólms er hafin. Vísir/Vilhelm

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu í flugferðir frá Keflavíkurflugvelli til Stokkhólms í Svíþjóð og Hamborgar í Þýskalandi. Forstjóri flugfélagsins hefur fulla trú á því að farþegar muni flykkjast til borganna. 

Fyrsta flugferð Play til Stokkhólms verður þann 31. mars næstkomandi og verður flogið til Arlanda-flugvallar. Flogið verður fjórum sinnum í viku, mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og sunnudaga. 

Fyrsta ferð til Hamborgar verður þann 16. maí næstkomandi. Flogið verður þrisvar í viku, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga. Í tilkynningu frá félaginu segir að leiðirnar falli vel að leiðakerfi Play.

„Með Stokkhólmi og Hamborg styrkjum við leiðakerfi PLAY enn frekar og þessar leiðir smellpassar inn í tengiflugið okkar á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Ég hef fulla trú á að viðtökurnar við þessum nýju áfangastöðum verði feykigóðar,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, í tilkynningu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×