Viðskipti innlent

Ráðin markaðs­stjóri KEA hótela

Atli Ísleifsson skrifar
Gabríela Rún Sigurðardóttir.
Gabríela Rún Sigurðardóttir. Aðsend

Gabríela Rún Sigurðardóttir hefur verið ráðin sem markaðsstjóri KEA hótela. 

Í tilkynningu segir að síðustu ár hafi hún starfað sem markaðsfulltrúi hjá Heimilistækjum auk þess að kenna stafræna markaðssetningu við Háskólann í Reykjavík.

„Gabríela er markaðsfræðingur að mennt og hefur lokið bsc gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistaranámi í markaðsfræði frá háskólanum í Reykjavík.

Keahótel er ein stærsta hótelkeðja landsins sem rekur níu hótel. Í Reykjavík eru hótelin sex talsins; Hótel Borg , Apótek, Sand, Skuggi, Storm og Reykjavík Lights. Þá rekur keðjan Hótel Kea á Akureyri, Sigló Hótel á Siglufirði og Hótel Kötlu í Vík,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×