Viðskipti innlent

„Takt­fastur dans“ skilar Nova milljarði í rekstrar­hagnað

Bjarki Sigurðsson skrifar
Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova.
Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova. Gunnar Svanberg Skúlason

EBITDA-hagnaður Nova á þriðja ársfjórðungi 2022 var rúmur milljarður króna. EBITDA-hlutfallið var 31,9 prósent og vex um 1,3 prósentustig frá fyrra ári. Forstjórinn segir ársfjórðungin hafa verið samkvæmt væntingum. 

Þjónustutekjur fjarskiptafyrirtækisins Nova námu samtals 2,3 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2022. Um er að ræða 193 milljóna vöxt frá síðasta ári og því níu prósent vöxtur milli ára. Vöxturinn er helst tilkominn vegna fjölgunar viðskiptavina á tímabilinu. Tekjur af vörusölu hafa dregist saman hjá fyrirtækinu. 

„Áfram er góður EBITDA vöxtur á milli ára og EBITDA hlutfallið hækkar á milli tímabila, þar sem jákvæð áhrif fjárfestinga í innviðum eru farin að koma fram,“ segir í tilkynningu frá Nova. EBITDA er afkoma fyrirtækja áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta. 

Heildartekjur á þriðja ársfjórðungi voru 3,1 milljarður króna. EBITDA nam einum milljarði króna og var EBIDTA hlutfallið 31,9 prósent. EBIT, afkoma án tillits til greiðslu vaxta og skatta, hjá Nova var 507 milljónir króna.

„Dansinn hjá Nova er taktfastur og stigmagnast alveg eins og við viljum hafa það. Ársfjórðungurinn er samkvæmt væntingum þar sem viðskiptavinum heldur áfram að fjölga og þjónustutekjurnar þar með, innviðauppbygging er á áætlun og markaðsrannsóknir sýna vörumerkið vera að styrkjast. Rekstrarniðurstaðan endurspeglar það með jákvæðum hætti,“ er haft eftir Margréti Tryggvadóttur, forstjóra Nova, í tilkynningu. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.