Hagnaðurinn um fjórir milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum ársins Atli Ísleifsson skrifar 25. október 2022 07:03 Í tilkynningunni segir að ráðist hafi verið í skipulagsbreytingar hjá Össuri í ársfjórðungnum og farið í aðgerðir til að lækka kostnað. Þær aðgerðir eru sagðar munu skila lækkun á kostnaði sem nemur um 15 milljónum Bandaríkjadala (2,1 milljarði íslenskra króna) á ársgrundvelli. Vísir/Vilhelm Hagnaður Össurar hf. á þriðja ársfjórðungs nam sjö milljónum Bandaríkjadala, um 929 milljón íslenskra króna, eða fjögur prósent af veltu. Hagnaðurinn á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 nam því þrjátíu milljónum Bandaríkjadala, eða um fjórum milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Össuri í tengslum við uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung. Þar kemur fram að salan hafi numið 177 milljónum Bandaríkjadala, um 24,5 milljörðum íslenskra króna, og hafi söluvöxtur numið sex prósentum í staðbundinni mynt en innri vöxtur var fjögur prósent í ársfjórðungnum. Haft er eftir Sveini Sölvasyni, forstjóra Össurar, að góður vöxtur hafi verið á mörkuðum í Asíu þar sem sala hafi aukist á ný í Kína og Ástralíu auk þess sem salan í Ameríku hafi verið sterkari í þessum ársfjórðungi. „Þrátt fyrir áframhaldandi áskoranir í aðfangakeðjunni leggjum við áherslu á skilvirka afhendingu á vörum okkar og lausnum. Enn er mikill áhugi á hinu nýja Power Knee og ánægja sjúklinga og þjónustaðila er okkur mikil hvatning að markmiði okkar um að auka hreyfanleika fólks. Við gengum frá kaupum á Naked Prosthetics, bandarísku fyrirtæki sem er leiðandi í mekanískum stoðtækjum fyrir einstaklinga sem misst hafa framan af fingri eða hluta af hendi. Með alþjóðlegu sölu- og markaðsneti Össurar er unnt að ná til fleiri einstaklinga sem þurfa á áðurnefndum stoðtækjum að halda. Með framtíðarvöxt og áframhaldandi arðsemi að leiðarljósi voru gerðar skipulagsbreytingar í ársfjórðungnum og farið í aðgerðir til að lækka kostnað,“ er haft eftir Sveini. Önnur atriði úr fréttatilkynningu Össurar: Innri vöxtur var 4% á stoðtækjum og 2% á spelkum og stuðningsvörum á þriðja ársfjórðungi 2022. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 var innri vöxtur 3% á stoðtækjum og 2% á spelkum og stuðningsvörum. Styrking Bandaríkjadollar gagnvart Evru og öðrum lykilmyntum í ársfjórðungnum hafði neikvæð áhrif á tekjur félagsins í Bandaríkjadollurum að fjárhæð 14 milljónum Bandaríkjadala (2 milljörðum íslenskra króna) samanborið við sama tímabil í fyrra. Með framtíðarvöxt og áframhaldandi arðsemi að leiðarljósi voru gerðar skipulagsbreytingar hjá Össuri í ársfjórðungnum og farið í aðgerðir til að lækka kostnað. Þær aðgerðir munu skila lækkun á kostnaði sem nemur um 15 milljónum Bandaríkjadala (2,1 milljarði íslenskra króna) á ársgrundvelli. Einskiptisliðir námu um 14 milljónum Bandaríkjadala (1,9 milljarði íslenskra króna) í ársfjórðungnum, aðallega vegna fyrrnefndra skipulagsbreytinga og aðgerða til lækkunar á kostnaði. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir að teknu tilliti til einskiptisliða (EBITDA before special items) nam 35 milljónum Bandaríkjadala (4,9 milljörðum íslenskra króna) eða 20% af veltu á þriðja ársfjórðungi 2022 samanborið við 21% á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Handbært fé frá rekstri nam 21 milljónum Bandaríkjadala (3 milljörðum íslenskra króna) eða 12% af veltu á þriðja ársfjórðungi og nam 53 milljón Bandaríkjadala (7 milljörðum íslenskra króna) eða 10% af sölu á fyrstu níu mánuðum ársins. Skuldsetningarhlutfallið var 2.8x í lok ársfjórðungsins, innan bilsins 2.0-3.0x sem skilgreint er í stefnu félagsins um fjármagnsskipan og arðgreiðslur. Á þriðja ársfjórðungi gekk Össur frá kaupum á Naked Prosthetics, bandarísku fyrirtæki sem sérhæfir sig í stoðtækjum fyrir einstaklinga sem misst hafa framan af fingri eða hluta af hendi. Með alþjóðlegu sölu- og markaðsneti Össurar er unnt að ná til fleiri einstaklinga sem þurfa á áðurnefndum stoðtækjum að halda. Sala Naked Prosthetics nam 9 milljónum Bandaríkjadala (1,1 milljarði íslenskra króna) árið 2021. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir um 4-6% innri vexti og um 18-20% EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða, 3-4% fjárfestingarhlutfalli og virku skatthlutfalli á bilinu 23-24%. Eins og stendur, gera stjórnendur ráð fyrir að innri vöxtur og EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða verði í neðri hluta áætlunarinnar. Össur Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Össuri í tengslum við uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung. Þar kemur fram að salan hafi numið 177 milljónum Bandaríkjadala, um 24,5 milljörðum íslenskra króna, og hafi söluvöxtur numið sex prósentum í staðbundinni mynt en innri vöxtur var fjögur prósent í ársfjórðungnum. Haft er eftir Sveini Sölvasyni, forstjóra Össurar, að góður vöxtur hafi verið á mörkuðum í Asíu þar sem sala hafi aukist á ný í Kína og Ástralíu auk þess sem salan í Ameríku hafi verið sterkari í þessum ársfjórðungi. „Þrátt fyrir áframhaldandi áskoranir í aðfangakeðjunni leggjum við áherslu á skilvirka afhendingu á vörum okkar og lausnum. Enn er mikill áhugi á hinu nýja Power Knee og ánægja sjúklinga og þjónustaðila er okkur mikil hvatning að markmiði okkar um að auka hreyfanleika fólks. Við gengum frá kaupum á Naked Prosthetics, bandarísku fyrirtæki sem er leiðandi í mekanískum stoðtækjum fyrir einstaklinga sem misst hafa framan af fingri eða hluta af hendi. Með alþjóðlegu sölu- og markaðsneti Össurar er unnt að ná til fleiri einstaklinga sem þurfa á áðurnefndum stoðtækjum að halda. Með framtíðarvöxt og áframhaldandi arðsemi að leiðarljósi voru gerðar skipulagsbreytingar í ársfjórðungnum og farið í aðgerðir til að lækka kostnað,“ er haft eftir Sveini. Önnur atriði úr fréttatilkynningu Össurar: Innri vöxtur var 4% á stoðtækjum og 2% á spelkum og stuðningsvörum á þriðja ársfjórðungi 2022. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 var innri vöxtur 3% á stoðtækjum og 2% á spelkum og stuðningsvörum. Styrking Bandaríkjadollar gagnvart Evru og öðrum lykilmyntum í ársfjórðungnum hafði neikvæð áhrif á tekjur félagsins í Bandaríkjadollurum að fjárhæð 14 milljónum Bandaríkjadala (2 milljörðum íslenskra króna) samanborið við sama tímabil í fyrra. Með framtíðarvöxt og áframhaldandi arðsemi að leiðarljósi voru gerðar skipulagsbreytingar hjá Össuri í ársfjórðungnum og farið í aðgerðir til að lækka kostnað. Þær aðgerðir munu skila lækkun á kostnaði sem nemur um 15 milljónum Bandaríkjadala (2,1 milljarði íslenskra króna) á ársgrundvelli. Einskiptisliðir námu um 14 milljónum Bandaríkjadala (1,9 milljarði íslenskra króna) í ársfjórðungnum, aðallega vegna fyrrnefndra skipulagsbreytinga og aðgerða til lækkunar á kostnaði. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir að teknu tilliti til einskiptisliða (EBITDA before special items) nam 35 milljónum Bandaríkjadala (4,9 milljörðum íslenskra króna) eða 20% af veltu á þriðja ársfjórðungi 2022 samanborið við 21% á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Handbært fé frá rekstri nam 21 milljónum Bandaríkjadala (3 milljörðum íslenskra króna) eða 12% af veltu á þriðja ársfjórðungi og nam 53 milljón Bandaríkjadala (7 milljörðum íslenskra króna) eða 10% af sölu á fyrstu níu mánuðum ársins. Skuldsetningarhlutfallið var 2.8x í lok ársfjórðungsins, innan bilsins 2.0-3.0x sem skilgreint er í stefnu félagsins um fjármagnsskipan og arðgreiðslur. Á þriðja ársfjórðungi gekk Össur frá kaupum á Naked Prosthetics, bandarísku fyrirtæki sem sérhæfir sig í stoðtækjum fyrir einstaklinga sem misst hafa framan af fingri eða hluta af hendi. Með alþjóðlegu sölu- og markaðsneti Össurar er unnt að ná til fleiri einstaklinga sem þurfa á áðurnefndum stoðtækjum að halda. Sala Naked Prosthetics nam 9 milljónum Bandaríkjadala (1,1 milljarði íslenskra króna) árið 2021. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir um 4-6% innri vexti og um 18-20% EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða, 3-4% fjárfestingarhlutfalli og virku skatthlutfalli á bilinu 23-24%. Eins og stendur, gera stjórnendur ráð fyrir að innri vöxtur og EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða verði í neðri hluta áætlunarinnar.
Össur Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira