Telja fjölda ferðamanna ná nýjum hæðum á næstu árum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2022 15:39 Það verður í nægu að snúast á Keflavíkurflugvelli ef spár á vegum Ferðamálastofu ganga eftir. Ferðamenn gætu verið helmingi fleiri árið 2030 en þeir voru metárið 2018. Vísir/Vilhelm Fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsækir Ísland gæti sett nýtt met innan tveggja ára og náð tæpum þremur milljónum árið 2025. Raunhæft er talið að fjöldinn gæti náð þremur og hálfri milljón fyrir lok áratugsins. Árið 2018 komu 2,3 milljónir ferðamanna til landsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. Samkvæmt greiningu sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon vann fyrir hönd Ferðamálastofu gæti það met verið jafnað á næsta ári en svo slegið kirfilega á því þarnæsta. Þá gæti fjöldinn náð 2,8 milljónum. Þriggja milljóna múrnum gæti verið náð árið 2025. Fyrirtækið framreiknaði einnig mögulega þróun ferðamannastraumsins út áratuginn en töluvert meiri óvissa er sögð ríkja um þá útreikninga. Samkvæmt þeim er talið raunhæft að erlendir ferðamenn gætu náð 3,5 milljónum árið 2030 en það væri um helmingi fleiri en metárið 2018. Skýrsluhöfundar telja að fjöldinn gæti hæglega orðið enn meiri ef mikil aukning verður í framboði á flugferðum til landsins. Heildarfjöldi gistinátta erlednra ferðamanna er talinn geta náð tæplega 4,5 milljónum í ár og tæplega 5,5 milljónum á næsta ári. Um miðjan áratuginn gæti fjöldi nátta náð 6,7 milljónum. Spáð er að greiðslukortavelta erlendra ferðamanna nái rúmlega 250 milljörðum króna í ár og 333 milljörðum á því næsta. Erfitt er þó sagt að spá fyrir um meðaleyðslu eða útgjöld ferðamanna almennt. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Árið 2018 komu 2,3 milljónir ferðamanna til landsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. Samkvæmt greiningu sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon vann fyrir hönd Ferðamálastofu gæti það met verið jafnað á næsta ári en svo slegið kirfilega á því þarnæsta. Þá gæti fjöldinn náð 2,8 milljónum. Þriggja milljóna múrnum gæti verið náð árið 2025. Fyrirtækið framreiknaði einnig mögulega þróun ferðamannastraumsins út áratuginn en töluvert meiri óvissa er sögð ríkja um þá útreikninga. Samkvæmt þeim er talið raunhæft að erlendir ferðamenn gætu náð 3,5 milljónum árið 2030 en það væri um helmingi fleiri en metárið 2018. Skýrsluhöfundar telja að fjöldinn gæti hæglega orðið enn meiri ef mikil aukning verður í framboði á flugferðum til landsins. Heildarfjöldi gistinátta erlednra ferðamanna er talinn geta náð tæplega 4,5 milljónum í ár og tæplega 5,5 milljónum á næsta ári. Um miðjan áratuginn gæti fjöldi nátta náð 6,7 milljónum. Spáð er að greiðslukortavelta erlendra ferðamanna nái rúmlega 250 milljörðum króna í ár og 333 milljörðum á því næsta. Erfitt er þó sagt að spá fyrir um meðaleyðslu eða útgjöld ferðamanna almennt.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira