Viðskipti innlent

Mun leiða dóttur­fé­lag Kviku á sviði greiðslu­miðlunar

Atli Ísleifsson skrifar
Sigurlaug Lilja Ólafsdóttir.
Sigurlaug Lilja Ólafsdóttir. Kvika banki

Sigurlaug Lilja Ólafsdóttir mun leiða nýstofnað dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar.

Í tilkynningu segir að markmið félagsins sé að bjóða fyrirtækjum upp á áhugaverðar lausnir og auka samkeppni í greiðslumiðlun og annarri fjármálaþjónustu.

„Lilja hefur víðtæka reynslu úr fjármálageiranum, nú síðast starfaði hún hjá Landsbankanum og leiddi þar innleiðingu og rekstur færsluhirðingar. Áður starfaði hún hjá Borgun og sinnti þar fjölbreyttum hlutverkum, síðast sem framkvæmdastjóri viðskiptavers, en hún starfaði einnig sem verkefnastjóri á upplýsingatæknisviði Borgunar.

Lilja er með meistarapróf í fjármálum, M.fin frá HÍ, með áherslu á hagfræði ásamt BS gráðu í stærðfræði með áherslu á fjármál einnig frá HÍ,“ segir í tilkynningunni. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×