Klinkið

Ása Björg ráðin að­stoðar­fram­kvæmda­stjóri Kavita

Ritstjórn Innherja skrifar
Ása Björg var fararstjóri í hlaupaferð í kringum Mont blanc í sumar á vegum Fjallafélagsins og stefnir á að gera það aftur.
Ása Björg var fararstjóri í hlaupaferð í kringum Mont blanc í sumar á vegum Fjallafélagsins og stefnir á að gera það aftur.

Ása Björg Tryggvadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsráðgjafafyrirtækisins brandr, hefur verið ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri Kavita. Fyrirtækið á vörumerkin ICEHERBS, Protis og Good Routine sem eru gæða fæðubótarefni sem seld eru um land allt. Kavita stefnir á útflutning á íslenskum fæðubótaefnum.

Ása Björg var markaðsstjóri Bestseller og sat í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Samhliða störfum sínum hjá Bestseller gengdi hún einnig starfi markaðsstjóra Nespresso þegar fyrirtækið hóf starfsemi hér á landi árið 2017.

Kavita er í eigu Katrínar Amni Friðriksdóttur, framkvæmdastjóra Kavita, og Ágústs Sindra Karlsonar. Ása Björg og Katrín Amni störfuðu saman í teyminu sem opnaði verslanir Nespresso hérlendis.

Ása hefur hingað til verið á kafi í náttúruhlaupum og ég er mjög glöð af fá hana með mér í náttúrulegu bætiefnin líka.

„Ég er ótrúlega spennt að fá að taka þátt í þessari vegferð hjá Kavita,“ segir Ása Björg. „Ég hef sjálf mikinn áhuga á náttúrulegum bætiefnum og hef fylgst með vexti ICEHERBS undanfarin ár enda áhugavert að sjá íslenskt fyrirtæki vaxa í slíkri framleiðslu. Ég kann vel við mig í skapandi umhverfi. Hér fer fram stöðug þróun á bætiefnum til að koma til móts við fjölbreyttar þarfir á markaði. Öll hönnun á umbúðum og auglýsingaefni fer fram hér innanhús. Hér er einstaklega skapandi teymi og ég hlakka til að taka þátt í uppbyggingu á þessum vörumerkjum enda brenn ég fyrir heilbrigði vörumerkja og finnst gaman að sinna þeim í daglegum rekstri.“

Ása, sem er viðskiptafræðingur frá Háskóla Reykjavíkur,  hefur starfað sem markaðsráðgjafi hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu en hóf ferilinn í markaðsdeild Heklu þar sem hún vann fyrir Volkswagen, Audi og Benz.

„Ása hefur hingað til verið á kafi í náttúruhlaupum og ég er mjög glöð af fá hana með mér í náttúrulegu bætiefnin líka,“ segir Katrín Amni.

Ása Björg var fararstjóri í hlaupaferð í kringum Mont blanc í sumar á vegum Fjallafélagsins og stefnir á að gera það aftur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.