Segist heyra margar kjaftasögur um Play en blæs á þær allar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. október 2022 19:41 Birgir Jónsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segist heyra margar kjaftasögur um starfsemi félagsins. Hann blæs á þær allar og minnir á að félagið sé skráð á markað. Birgir var í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi um starfsemi félagsins og horfur þess næstu misserin. Í viðtalinu var hann sérstaklega spurður út í kjaftasögur um starfsemi félagsins, þar á meðal eina sem á að hafa gengið um á meðal flugfólks hér á landu um að félagið sé skikkað til að vera ávallt með eina flugvél á jörðu niðri sem tryggingu. „Já, þetta er nú held ég með dannaðri kjaftasögum sem gengur um þetta góða fyrirtæki,“ sagði Birgir og minnti á að margir teldu sig vera sérfræðinga um rekstur flugfélaga. „Það er auðvitað frábærlega gaman að geta sagt frá því að þetta er auðvitað á góðri íslensku algjört bull,“ sagði Birgir og benti áhugasömum um flugflota Play að fylgjast með vefsíðu Keflavíkurflugvallar eða vefsíðunni Flight Radar þar sem fylgjast má með flugi í rauntíma. „Við erum oft með fimm vélar á lofti á morgnana. Það er bara af því að áætlunin spilast þannig út og svo erum við með sex vélar í eftirmiðdaginn. Allur okkar floti er nýttur alveg í botn,“ sagði Birgir. Hafið þið aldrei verið skikkaðir til þess að hafa eina vél á jörðu niðri? „Nei, aldrei nokkurn tímann,“ sagði Birgir og minnti á að Play væri skráð á markað með þeirri upplýsingagjöf sem því fylgir. „Við komum fjórum sinnum á ári fram fyrir alþjóð í raun og veru og alla fjárfesta. Leggjum fram endurskoðaðan reikning og kynnum allt fyrirtæki alveg niður í þaula. Þar með talið fjárhagsstöðuna, skuldastöðuna,“ sagði Birgir og vísaði í síðasta ársfjórðungsuppgjör þar sem fram hafi komið að félagið væri skuldlaust, fyrir utan flugvélaleigu. Play, líkt og mörg önnur flugfélög, leigir flugvélar sínar frá sérhæfðum flugvélaleigufyrirtækjum. „Þannig að félagið er bara gríðarlega fjárhagslega sterkt eins og það hefur alltaf verið en þessar kjaftasögur eru alveg frábærar,“ sagði Birgir. Sætanýting Play í september var 81,5 prósent miðað við 86,9 prósent í ágúst og 87,9 prósent í júlí.Vísir/Vilhelm Fyrr í viðtalinu hafði Birgir sagt að kjaftasagan um að ein flugvél ætti alltaf að vera á jörðu niðri væri ekki svæsnasta kjaftasagan sem hann hefði heyrt um félagið. Var hann þá spurður að því hver væri sú svæsnasta. „Ég heyri um hver einustu mánaðarmót að við séum ekki að ná að borga laun. Ég hugsa að ef það væri nú staðreyndin þá væru nú einhverjir starfsmenn að leita til fjölmiðla eða einhvers. Það hefur nú ekki borið á því enda er það algjör þvættingur,“ sagði Birgir. Þá sagðist hann hafa heyrt um daginn að 150 manns hefðu sótt um vinnu hjá Play þegar staðreyndin væri sú að það voru þrjú þúsund manns sem sóttu um störf hjá Play. „Þetta gengur bara áfram og áfram sem er bara skemmtilegt. Við bara hlæjum að þessu,“ sagði Birgir. Play Fréttir af flugi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ráðinn nýr fjármálastjóri Play Ólafur Þór Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs PLAY. Hann tekur við starfinu af Þóru Eggertsdóttur og hefur störf í byrjun nóvember. 11. október 2022 09:07 Þóra Eggertsdóttir yfirgefur Play Þóra Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálsviðs Play, hefur sagt starfi sínu lausu hjá flugfélaginu en hún hefur starfað þar frá því í maí 2021. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að Þóra muni áfram sinna stöðunni þar til eftirmaður hennar tekur við en frekari upplýsingar verða veittar um hann síðar. 7. október 2022 21:23 Rúmlega þrjú þúsund sóttu um hjá Play Alls sóttu um þrjú þúsund manns um stöður hjá Play þegar flugfélagið auglýsti eftir 150 flugliðum og 55 flugmönnum á dögunum. 7. október 2022 09:58 Mest lesið Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Birgir var í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi um starfsemi félagsins og horfur þess næstu misserin. Í viðtalinu var hann sérstaklega spurður út í kjaftasögur um starfsemi félagsins, þar á meðal eina sem á að hafa gengið um á meðal flugfólks hér á landu um að félagið sé skikkað til að vera ávallt með eina flugvél á jörðu niðri sem tryggingu. „Já, þetta er nú held ég með dannaðri kjaftasögum sem gengur um þetta góða fyrirtæki,“ sagði Birgir og minnti á að margir teldu sig vera sérfræðinga um rekstur flugfélaga. „Það er auðvitað frábærlega gaman að geta sagt frá því að þetta er auðvitað á góðri íslensku algjört bull,“ sagði Birgir og benti áhugasömum um flugflota Play að fylgjast með vefsíðu Keflavíkurflugvallar eða vefsíðunni Flight Radar þar sem fylgjast má með flugi í rauntíma. „Við erum oft með fimm vélar á lofti á morgnana. Það er bara af því að áætlunin spilast þannig út og svo erum við með sex vélar í eftirmiðdaginn. Allur okkar floti er nýttur alveg í botn,“ sagði Birgir. Hafið þið aldrei verið skikkaðir til þess að hafa eina vél á jörðu niðri? „Nei, aldrei nokkurn tímann,“ sagði Birgir og minnti á að Play væri skráð á markað með þeirri upplýsingagjöf sem því fylgir. „Við komum fjórum sinnum á ári fram fyrir alþjóð í raun og veru og alla fjárfesta. Leggjum fram endurskoðaðan reikning og kynnum allt fyrirtæki alveg niður í þaula. Þar með talið fjárhagsstöðuna, skuldastöðuna,“ sagði Birgir og vísaði í síðasta ársfjórðungsuppgjör þar sem fram hafi komið að félagið væri skuldlaust, fyrir utan flugvélaleigu. Play, líkt og mörg önnur flugfélög, leigir flugvélar sínar frá sérhæfðum flugvélaleigufyrirtækjum. „Þannig að félagið er bara gríðarlega fjárhagslega sterkt eins og það hefur alltaf verið en þessar kjaftasögur eru alveg frábærar,“ sagði Birgir. Sætanýting Play í september var 81,5 prósent miðað við 86,9 prósent í ágúst og 87,9 prósent í júlí.Vísir/Vilhelm Fyrr í viðtalinu hafði Birgir sagt að kjaftasagan um að ein flugvél ætti alltaf að vera á jörðu niðri væri ekki svæsnasta kjaftasagan sem hann hefði heyrt um félagið. Var hann þá spurður að því hver væri sú svæsnasta. „Ég heyri um hver einustu mánaðarmót að við séum ekki að ná að borga laun. Ég hugsa að ef það væri nú staðreyndin þá væru nú einhverjir starfsmenn að leita til fjölmiðla eða einhvers. Það hefur nú ekki borið á því enda er það algjör þvættingur,“ sagði Birgir. Þá sagðist hann hafa heyrt um daginn að 150 manns hefðu sótt um vinnu hjá Play þegar staðreyndin væri sú að það voru þrjú þúsund manns sem sóttu um störf hjá Play. „Þetta gengur bara áfram og áfram sem er bara skemmtilegt. Við bara hlæjum að þessu,“ sagði Birgir.
Play Fréttir af flugi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ráðinn nýr fjármálastjóri Play Ólafur Þór Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs PLAY. Hann tekur við starfinu af Þóru Eggertsdóttur og hefur störf í byrjun nóvember. 11. október 2022 09:07 Þóra Eggertsdóttir yfirgefur Play Þóra Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálsviðs Play, hefur sagt starfi sínu lausu hjá flugfélaginu en hún hefur starfað þar frá því í maí 2021. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að Þóra muni áfram sinna stöðunni þar til eftirmaður hennar tekur við en frekari upplýsingar verða veittar um hann síðar. 7. október 2022 21:23 Rúmlega þrjú þúsund sóttu um hjá Play Alls sóttu um þrjú þúsund manns um stöður hjá Play þegar flugfélagið auglýsti eftir 150 flugliðum og 55 flugmönnum á dögunum. 7. október 2022 09:58 Mest lesið Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Ráðinn nýr fjármálastjóri Play Ólafur Þór Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs PLAY. Hann tekur við starfinu af Þóru Eggertsdóttur og hefur störf í byrjun nóvember. 11. október 2022 09:07
Þóra Eggertsdóttir yfirgefur Play Þóra Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálsviðs Play, hefur sagt starfi sínu lausu hjá flugfélaginu en hún hefur starfað þar frá því í maí 2021. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að Þóra muni áfram sinna stöðunni þar til eftirmaður hennar tekur við en frekari upplýsingar verða veittar um hann síðar. 7. október 2022 21:23
Rúmlega þrjú þúsund sóttu um hjá Play Alls sóttu um þrjú þúsund manns um stöður hjá Play þegar flugfélagið auglýsti eftir 150 flugliðum og 55 flugmönnum á dögunum. 7. október 2022 09:58
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent