Bjarki Már: Okkur fannst líka gaman í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2022 11:01 Bjarki Már Elísson og Ómar Ingi Magnússon eftir sigur á EM í janúar HSÍ Vinstri hornamaðurinn Bjarki Már Elísson hefur fært sig um set og spilar nú með stórliði Telekom Veszprém í Ungverjalandi en þessi öflugi hornamaður hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár. Guðjón Guðmundsson hitti Bjarka Má á æfingu fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2024 sem eru á móti Ísrael á Ásvöllum í kvöld og úti í Eistlandi um helgina. Erum að stefna eitthvað sem lið „Við viljum vinna báða þessa leiki. Mér finnst við vera með betri lið en bæði þessi lið en ég hef sagt það áður að við erum að stefna eitthvað sem lið og þá þurfum við að fara búa til einhverja vél. Búa til automatisma þannig að við komum í alla leiki til að vinna. Við ætlum okkur klárlega að vinna báða þessa leiki,“ sagði Bjarki Már Elísson. Bjarki Már Elísson er byrjaður að raða inn mörkum fyrir Veszprém.EPA/Tamas Kovacs Íslenska liðið gerði mjög vel á síðasta stórmóti og það er viðmiðið sem fólkið hér heima hefur í dag. Okkur langar að ná langt „Það var gaman í janúar. Okkur fannst líka gaman. Við gerum sömu væntingar og okkur langar að ná langt. Við teljum okkur vera með nógu gott lið til að fara langt í þessu móti en það þarf mikið að smella. Við erum bara spenntir,“ sagði Bjarki. Bjarki er búinn að skipta um umhverfi, farinn úr þýsku deildinni í þá ungversku. Þar spilar hann nú með einu besta félagsliði í heimi. Hvernig líður landsliðsmanninum í Ungverjalandi? „Bara vel. Við fjölskyldan erum bara að koma okkur fyrir þarna. Þetta er risaklúbbur og maður finnur það strax. Umhverfið er þannig og það er mikil pressa. Innan liðsins er góður andi og ég fíla mig vel hjá klúbbnum. Það er allt jákvætt,“ sagði Bjarki. Bjarki Már Elísson eftir tapið á móti Noregi í leiknum um fimmta sætið á EM.Getty/Nikola Krstic Það er mikil samkeppni fyrir Bjarka um spilamínútur hjá svo sterku liði. Æfir með heimsklassa mönnum á hverjum degi „Það er það og viðbrigðin fyrir mig að fara til Ungverjalands frá Þýskalandi er að þarna spila ég bara í þrjátíu mínútur í stóru leikjunum á móti öðrum hornamanni. Það er gert í öllum stöðum. Þá minnkar spilatíminn. Samkeppnin er klárlega meiri og meiri gæði innan liðsins,“ sagði Bjarki. Bjarki ætti því að geta bætt sig enn frekar í þessu umhverfi. „Já það er klárt mál. Að vera að æfa á hverjum einasta degi með heimsklassa leikmönnum í hverri einustu stöðu. Ég finn það strax. Tveir heimsklassa markmenn. Í svona umhverfi þá tel ég mig klárlega geta bætt mig,“ sagði Bjarki. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Bjarki Már um leikina við Ísrael og Eistland EM 2024 í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Guðjón Guðmundsson hitti Bjarka Má á æfingu fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2024 sem eru á móti Ísrael á Ásvöllum í kvöld og úti í Eistlandi um helgina. Erum að stefna eitthvað sem lið „Við viljum vinna báða þessa leiki. Mér finnst við vera með betri lið en bæði þessi lið en ég hef sagt það áður að við erum að stefna eitthvað sem lið og þá þurfum við að fara búa til einhverja vél. Búa til automatisma þannig að við komum í alla leiki til að vinna. Við ætlum okkur klárlega að vinna báða þessa leiki,“ sagði Bjarki Már Elísson. Bjarki Már Elísson er byrjaður að raða inn mörkum fyrir Veszprém.EPA/Tamas Kovacs Íslenska liðið gerði mjög vel á síðasta stórmóti og það er viðmiðið sem fólkið hér heima hefur í dag. Okkur langar að ná langt „Það var gaman í janúar. Okkur fannst líka gaman. Við gerum sömu væntingar og okkur langar að ná langt. Við teljum okkur vera með nógu gott lið til að fara langt í þessu móti en það þarf mikið að smella. Við erum bara spenntir,“ sagði Bjarki. Bjarki er búinn að skipta um umhverfi, farinn úr þýsku deildinni í þá ungversku. Þar spilar hann nú með einu besta félagsliði í heimi. Hvernig líður landsliðsmanninum í Ungverjalandi? „Bara vel. Við fjölskyldan erum bara að koma okkur fyrir þarna. Þetta er risaklúbbur og maður finnur það strax. Umhverfið er þannig og það er mikil pressa. Innan liðsins er góður andi og ég fíla mig vel hjá klúbbnum. Það er allt jákvætt,“ sagði Bjarki. Bjarki Már Elísson eftir tapið á móti Noregi í leiknum um fimmta sætið á EM.Getty/Nikola Krstic Það er mikil samkeppni fyrir Bjarka um spilamínútur hjá svo sterku liði. Æfir með heimsklassa mönnum á hverjum degi „Það er það og viðbrigðin fyrir mig að fara til Ungverjalands frá Þýskalandi er að þarna spila ég bara í þrjátíu mínútur í stóru leikjunum á móti öðrum hornamanni. Það er gert í öllum stöðum. Þá minnkar spilatíminn. Samkeppnin er klárlega meiri og meiri gæði innan liðsins,“ sagði Bjarki. Bjarki ætti því að geta bætt sig enn frekar í þessu umhverfi. „Já það er klárt mál. Að vera að æfa á hverjum einasta degi með heimsklassa leikmönnum í hverri einustu stöðu. Ég finn það strax. Tveir heimsklassa markmenn. Í svona umhverfi þá tel ég mig klárlega geta bætt mig,“ sagði Bjarki. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Bjarki Már um leikina við Ísrael og Eistland
EM 2024 í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira