Viðskipti innlent

Landsbankinn hækkar vexti

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ný vaxtatafla tekur gildi á morgun.
Ný vaxtatafla tekur gildi á morgun. Vísir/Vilhelm

Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,25 prósentustig. Sama hækkun er herð á breytilegum vöxtum verðtryggðra íbúðalána. Fastir vextir nýrra óverðtryggðra íbúðalána verða óbreyttir en fastir vextir verðtryggðra íbúðalána hækka um 0,30 prósentustig.

Kjörvextir á óverðtryggðum og verðtryggðum útlánum hækka um 0,25 prósentustig og yfirdráttarvextir hækka um 0,25 prósentustig. Vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka að jafnaði um 0,25 prósentustig og vextir almennra veltureikninga hækka um 0,05 prósentustig.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landsbankans en þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Þá hækkuðu vextir bankans um 0,25 prósentustig.

Ný vaxtatafla Landsbankans tekur gildi á morgun. Breytingar á vöxtum á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda munu þó taka gildi í samræmi við tilkynningar þar að lútandi sem sendar verða viðskiptavinum í netbanka.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×