Rafíþróttir

Ljósleiðaradeildin í beinni: Mæta meisturunum án stiga

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
risi-ld-2022-games-1920x1080--956d76ce-0571-4a2d-9124-d0fca4d0a71f

Tvær viðureignir eru á dagskrá í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í kvöld og verður hægt að fylgjast með þeim í beinni útsendingu hér á Vísi.

Við hefjum leik á viðureign Dusty og Ten5ion, en Íslandsmeistararnir í Dusty hafa ekki tapað leik í upphafi tímabils á meðan Ten5ion er enn í leit að sínum fyrsta sigri.

Síðari viðureign kvöldsins er milli Fylkis og Ármanns. Fylkismönnum var spáð neðsta sæti deildarinnar af leikmönnum hennar, en Ármanni var spáð þriðja sæti. Þrátt fyrir það getur Fylkir jafnað Ármann að stigum með sigri í kvöld.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá Ljósleiðaradeildinni í spilaranum hér fyrir neðan, eða á Stöð 2 eSport.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.