Viðskipti innlent

Ráðin fram­kæmda­stjóri við­skipta­þróunar hjá Dohop

Atli Ísleifsson skrifar
Oana Sava hefur yfir sextán ára reynslu úr fluggeiranum en hún starfaði síðast hjá IATA, Alþjóðasamtökum flugfélaga.
Oana Sava hefur yfir sextán ára reynslu úr fluggeiranum en hún starfaði síðast hjá IATA, Alþjóðasamtökum flugfélaga. Aðsend

Oana Savu hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar (e. Chief Strategy Officer) hjá Dohop og mun sem slíkur bera ábyrgð á stefnumótun og þróun félagsins ásamt samningum við samstarfsaðila.

Í tilkynningu segir að Oana hafi yfir sextán ára reynslu úr fluggeiranum og að hún hafi síðast starfað hjá IATA, Alþjóðasamtökum flugfélaga þar sem hún hafi verið yfirmaður samstarfs flugfélaga (e. Senior Manager, Future Interline Partnerships). Þar áður hafi Oana starfað hjá Amadeus sem sé eitt stærsta tæknifyrirtæki í heimi sem sérhæfi sig í flug- og ferðageiranum.

„Oana skipar þessa nýju stöðu hjá félaginu en markmiðið með ráðningu hennar er að styrkja enn frekar að tækni Dohop sé leiðandi í ferðatengingum fyrir samgöngugeirann hvort sem það er fyrir flugfélög, lestarsamgöngur eða aðra ferðamáta,“ segir í tilkynningunni.

Oana mun hafa aðsetur í Genf í Sviss en hjá Dohop starfa um sextíu starfsmenn á Íslandi auk fimmtán annarra á starfstöðvum félagsins víðs vegar um heim. 

Þá segir að Dohop ætli sér að ráða um fimmtán starfsmenn til viðbótar á árinu. 

Síðan Dohop gerir flugfélögum kleift að selja tengiflug með öðrum flugfélögum og leyfir þeim þannig að fjölga áfangastöðum og þjóna fleiri farþegum en ella.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.