Viðskipti innlent

Ás­geir nýr fram­kvæmda­stjóri Procura

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ásgeir Þór Ásgeirsson er nýr framkvæmdastjóri Procura.
Ásgeir Þór Ásgeirsson er nýr framkvæmdastjóri Procura.

Ásgeir Þór Ásgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Procura fasteignasölu. Ásgeir mun stýra daglegum rekstri fyrirtækisins ásamt því að sinna sölu fasteigna.

Ásgeir er með B.S. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst og er löggildur fasteignasali. Hann starfaði áður sem fasteignamiðlari hjá Lögheimili eignamiðlun. 

„Ég hlakka mikið til að halda áfram frekari uppbyggingu félagsins en Procura hefur unnið markvisst að því undanfarin ár að gera söluferlið þægilegra með rafrænum ferlum, ásamt því að vera með mikið af gögnum á vef okkar sem gagnast bæði kaupendum og seljendum. Við erum virkilega spennt að taka næstu skref í þeirri vegferð,“ er haft eftir Ásgeiri í tilkynningu. 

Í sömu tilkynningu er greint frá ráðningu Oddný Maríu Kristinsdóttur sem verkefnastjóra rafrænna þjónustuferla hjá Procura. Hún mun leiða innleiðingu á rafrænum þjónustuferlum Procura og miða að því að gera fasteignaviðskipti öruggari og einfaldari. 

Oddný er með B.sc. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskóla Íslands og er í námi til löggildingar fasteignasala. Hún kemur til Procura frá Arion banka. 

„Við leggjum áherslu á gagnsæi í fasteignaviðskiptum og höfum verið að innleiða rafræna ferla sem miða að því að einfalda kaupferlið. Það er frábært tækifæri að fá að þróa þessi verkefni áfram og gera fasteignakaup að betri upplifun fyrir alla aðila sem að borðinu koma,” segir Oddný.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.