Afhentu Orkuklasanum þrjátíu milljóna króna ágóða Árni Sæberg skrifar 17. september 2022 16:20 Dr. Bjarni Pálsson, formaður skipulagsnefndar heimsþingsins í Reykjavík, og Hildigunnur Thorsteinsson, varaformaður nefndarinnar, afhentu Fang Hua, fulltrúa kínversku sendinefndarinnar á ráðstefnunni formlegt hlutverk gestgjafans. Tomasz Urban Þrjátíu milljóna króna ágóði af Heimsþingi Alþjóða jarðhitasambandsins var afhentur Orkuklasanum við hátíðlega athöfn í Grósku í gær. „Þörfin fyrir öflun sjálfbærrar orku hefur líklega aldrei verið meiri í heiminum en nú og Íslendingar eiga mikil og ónýtt tækifæri þegar kemur að því að virkja og miðla þeirri þekkingu og sem hefur skapast í vinnslu endurnýjanlegra orkugjafa,“ er haft eftir Bjarna Pálssyni, formanni undirbúningsnefndar Íslands um Heimsþing Alþjóða jarðhitasambandsins (WGC), sem haldið var hér á landi í október í fyrra, í fréttatilkynningu um sjóðinn. Viðburðurinn skilaði um það bil 30 milljón króna ágóða og segir Bjarni aðstandendur ráðstefnunnar hafa sammælst um að setja ágóðann í sérstakan sjóð sem verður í vörslu Orkuklasans, sem er sameiginlegur vettvangur fyrirtækja sem vinna að orkumálum, sem svo á að nýta til að efla samtal um sjálfbæra orkuöflun á milli innlendra og erlendra aðila. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hrósaði aðstandendum viðburðarins sérstaklega að þessu tilefni. Mikilvægt sé fyrir Íslendinga að miðla þekkingu sinni og einnig að laða að þekkingu hingað til lands. „Frumkvöðlar og hugvit munu leysa stærstu áskoranir samfélaga og heimsins. Ísland sem hefur skipað sér í fremstu röð á þessu sviði á að nýta sér það til fulls. Hér höfum við ríka hefð sem við eigum ekki bara að nýta fyrir okkur sjálf heldur fyrir umhverfið og uppbyggingu viðskiptatækifæra um heim allan,“ er haft eftir Áslaugu. Sjóðurinn var afhentur formlega á svokölluðu lokahófi WGC í Grósku í gær þar sem farið var yfir þau tækifæri sem viðburðurinn hefur skapað Íslendingum og hvernig hægt væri að nýta þau áfram. Alls spannaði undirbúningurinn um átta ár því 2013 sóttu Íslendingar um að fá að halda það og kepptu þar við þjóðir eins og Bandaríkin og Þýskaland, og hvaða tækifæri og tengsl hafa skapast við ferlið allt. „Ísland er draumastaðsetning þegar kemur að því að efna til samtals um sjálfbærar orkulausnir. Eftirspurn annarra þjóða á að fá að læra af því sem hér hefur verið gert er mikil og slíkir viðburðir gefa Íslendingum einnig einstakt tækifæri til að læra um það fremsta sem er að gerast í öðrum löndum. Þessa eftirspurn eftir þekkingu og samtali eigum við Íslendingar því að nýta og virkja því af því höfum við öll hag,“ er haft eftir Bjarna. Heimsþingið, sem að jafnaði er haldið á fimm ára fresti, er ein allra stærsta ráðstefna sem haldin hefur verið hérlendis. Þingið sóttu yfir tvö þúsund gestir frá um hundrað löndum bæði í gegnum fjarfundarbúnað og með þátttöku á staðnum. Tíðindum þótti sæta hve vel framkvæmdin tókst til í krefjandi aðstæðum eftir langvarandi samkomutakmarkanir um allan heim. Orkumál Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
„Þörfin fyrir öflun sjálfbærrar orku hefur líklega aldrei verið meiri í heiminum en nú og Íslendingar eiga mikil og ónýtt tækifæri þegar kemur að því að virkja og miðla þeirri þekkingu og sem hefur skapast í vinnslu endurnýjanlegra orkugjafa,“ er haft eftir Bjarna Pálssyni, formanni undirbúningsnefndar Íslands um Heimsþing Alþjóða jarðhitasambandsins (WGC), sem haldið var hér á landi í október í fyrra, í fréttatilkynningu um sjóðinn. Viðburðurinn skilaði um það bil 30 milljón króna ágóða og segir Bjarni aðstandendur ráðstefnunnar hafa sammælst um að setja ágóðann í sérstakan sjóð sem verður í vörslu Orkuklasans, sem er sameiginlegur vettvangur fyrirtækja sem vinna að orkumálum, sem svo á að nýta til að efla samtal um sjálfbæra orkuöflun á milli innlendra og erlendra aðila. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hrósaði aðstandendum viðburðarins sérstaklega að þessu tilefni. Mikilvægt sé fyrir Íslendinga að miðla þekkingu sinni og einnig að laða að þekkingu hingað til lands. „Frumkvöðlar og hugvit munu leysa stærstu áskoranir samfélaga og heimsins. Ísland sem hefur skipað sér í fremstu röð á þessu sviði á að nýta sér það til fulls. Hér höfum við ríka hefð sem við eigum ekki bara að nýta fyrir okkur sjálf heldur fyrir umhverfið og uppbyggingu viðskiptatækifæra um heim allan,“ er haft eftir Áslaugu. Sjóðurinn var afhentur formlega á svokölluðu lokahófi WGC í Grósku í gær þar sem farið var yfir þau tækifæri sem viðburðurinn hefur skapað Íslendingum og hvernig hægt væri að nýta þau áfram. Alls spannaði undirbúningurinn um átta ár því 2013 sóttu Íslendingar um að fá að halda það og kepptu þar við þjóðir eins og Bandaríkin og Þýskaland, og hvaða tækifæri og tengsl hafa skapast við ferlið allt. „Ísland er draumastaðsetning þegar kemur að því að efna til samtals um sjálfbærar orkulausnir. Eftirspurn annarra þjóða á að fá að læra af því sem hér hefur verið gert er mikil og slíkir viðburðir gefa Íslendingum einnig einstakt tækifæri til að læra um það fremsta sem er að gerast í öðrum löndum. Þessa eftirspurn eftir þekkingu og samtali eigum við Íslendingar því að nýta og virkja því af því höfum við öll hag,“ er haft eftir Bjarna. Heimsþingið, sem að jafnaði er haldið á fimm ára fresti, er ein allra stærsta ráðstefna sem haldin hefur verið hérlendis. Þingið sóttu yfir tvö þúsund gestir frá um hundrað löndum bæði í gegnum fjarfundarbúnað og með þátttöku á staðnum. Tíðindum þótti sæta hve vel framkvæmdin tókst til í krefjandi aðstæðum eftir langvarandi samkomutakmarkanir um allan heim.
Orkumál Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira